Réttindi í tengslum við ættleiðingar í Færeyjum

Rettigheder i forbindelse med adoption på Færøerne
Hér er að finna upplýsingar um rétt foreldra til styrks í tengslum við ættleiðingu.

Á ég rétt á fjárstyrk vegna ættleiðingar?

Ef þið eruð að ættleiða barn eigið þið sem foreldrar kost á að fá styrk vegna ættleiðingarinnar sem sem nemur 75.000 DKK vegna kostnaðar sem fylgir ættleiðingu. Styrkurinn er veittur einu sinni fyrir hvert barn sem ættleitt er. Umsókn um styrk vegna ættleiðingar skal senda til Almannaverksins sem sker úr um hvort styrkur verði veittur. Styrkurinn er greiddur út þegar Rigsombudet í Færeyjum hefur sent staðfestingu þess að barnið sé komið til Færeyja.

Hvernig eru reglur um fæðingarorlof fyrir foreldra sem ættleiða?

Reglur um fæðingarorlof eru í grundvallaratriðum þær sömu fyrir foreldra sem ættleiða og fyrir kynforeldra. Foreldrar sem ættleiða eiga þó rétt á fjögurra vikna lengra fæðingarorlofi en aðrir foreldrar. Þetta þýðir að foreldrar sem ættleiða barna eiga yfirleitt rétt á 42 vikna fæðingarorlofi samtals eftir að barnið er komið. Auk þess getur annað foreldrið átt rétt á fjögurra vikna fæðingarorlofi áður en barnið kemur.

Samband við yfirvöld
Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna