Sjálfboðastarf og starfsþjálfun á Álandseyjum

Volontärjobb på Åland
Hér getur þú lesið þér til um hvað þú þarft að gera ef þú vilt starfa sem sjálfboðaliði, fara í starfsþjálfun eða fara aftur á vinnumarkaðinn með því að fara í starfsmat á Álandseyjum.

Sjálfboðastarf

Upplýsingar um sjálfboðastarf á Álandseyjum eru gefnar á vefsíðu SKUNK – hagsmunasamtökum ungs fólks í skerjagarðinum. Ef þú hefur áhuga á sjálfboðastarfi SKUNKS EVS getur þú haft samband við samtökin á vefsíðu þeirra.

Starfsþjálfun

Starfsþjálfun er einn kostur fyrir þá sem eru í atvinnulausir og í atvinnuleit hjá AMS á Álandseyjum. Margir vinnustaðir taka einnig við nemendum úr tækniháskólum í starfsþjálfun.

Starfsmat

Fólk sem er í atvinnuleit hjá AMS á Álandseyjum og er með fötlun, sjúkdóm eða skaða sem hefur áhrif á möguleika þess til að fá vinnu geta fengið tækifæri til að prófa nýjan starfsvettvang með starfsmati.

Hafðu samband við yfirvöld

Ef þú hefur spurningar um starfsmat og starfsþjálfun geturðu haft samband við AMS á Álandseyjum

Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna