Sjálfboðastarf og starfsþjálfun á Álandseyjum

Sjálfboðastarf
Upplýsingar um sjálfboðastarf á Álandseyjum eru gefnar á vefsíðu SKUNK – hagsmunasamtökum ungs fólks í skerjagarðinum. Ef þú hefur áhuga á sjálfboðastarfi SKUNKS EVS getur þú haft samband við samtökin á vefsíðu þeirra.
Starfsþjálfun
Starfsþjálfun er einn kostur fyrir þá sem eru í atvinnuleit hjá AMS á Álandseyjum. Friðarstofnun Álandseyja hefur lengi boðið nemendum upp á starfsþjálfun.
Starfsmat
Fólk sem er í atvinnuleit hjá AMS á Álandseyjum og er með fötlun, sjúkdóm eða skaða sem hefur áhrif á möguleika þess til að fá vinnu geta fengið tækifæri til að prófa nýjan starfsvettvang með starfsmati.
Ef þú ert með spurningu skaltu fylla út eyðublaðið hérna:
ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.