CSW67: Norðurlönd eru reiðubúin að stuðla að kynjajafnrétti

Samnorræna sendinefndin hyggst efna til pallborðsumræðna með norrænu jafnréttisráðherrunum, auk tvennra pallborðsumræðna með sérfræðingum. Öllum er velkomið að vera með!
Nefnd SÞ um stöðu kvenna (CSW), sem heldur þing sitt 6.-17. mars 2023, er alþjóðastofnun og helgar sig því að bæta stöðu kvenna um heim allan. Forgangsþemað í ár er nýsköpun, tæknibreytingar og menntun á stafrænum tímum þar sem markmiðið er að ná fram kynjajafnrétti og valdefla allar konur og stúlkur. Í samnorræna starfinu verður einblínt á aukið öryggi fyrir öll í netheimum og leiðir til að brúa eftirlaunabilið.
Pushing back the push-back - norrænar lausnir á kynbundnu ofbeldi á netinu
Dagsetningar: 06.03.2023
Tími: 13:15 - 14:30 (EST)
Velkomin á þennan viðburð á 67. þingi nefndar um stöðu kvenna þar sem norrænir jafnréttisráðherrar, undir forystu forsætisráðherra Íslands, ræða um norrænar lausnir til að gera netheima öruggari fyrir öll. Norðurlönd eru reiðubúin að snúa vörn í sókn í baráttunni fyrir kynjajafnrétti!
Horfðu á streymi í beinni
Efnahagslegt kynjajafnrétti strax! Norrænar leiðir til að brúa lífeyrisbilið
Dagsetning: 07.03.2023
Tími: 15:00 - 16:15 (EST)
Þótt norrænar konur séu almennt vel menntaðar og taki virkan þátt á vinnumarkaðnum skilar það sér ekki endilega í kynjajafnrétti þegar kemur að eftirlaunum. Þökk sé viðleitni til að stuðla að jöfnum launum og fæðingarorlofi beggja foreldra hefur náðst góður árangur í því að tryggja efnahagslega valdeflingu kvenna á eftirlaunaaldri. En hvernig mótum við jafnframt lífeyriskerfi sem stuðla að kynjajafnrétti?
Horfðu á streymi í beinni
Ofbeldi á internetinu - Aðferðir frá Norður- og Eystrasaltslöndum til að berjast gegn kynbundnu ofbeldi
Dagsetning: 08.03.2023
Tími: 11:30 - 12:45 (EST)
Sláist í hóp með sérfræðingum frá Norður- og Eystrasaltslöndum í umræðum um hvað megi betur fara og hvað skuli hafa forgang til að vernda mannréttindi og kynjajafnrétti á netinu.
Þessi viðburður á 67. þingi nefndar um stöðu kvenna er haldinn á vegum ríkisstjórnar Lettlands og norrænu ráðherranefndarinnar.
Horfðu á streymi í beinni
Þetta er nefndin um stöðu kvenna
Sextugasta og sjöunda þing nefndarinnar um stöðu kvenna, CSW67, verður sett í höfuðstöðvum SÞ í New York.
Nefndin um stöðu kvenna (CSW) er alþjóðleg stofnun samstarfsríkja sem er eingöngu helguð kynjajafnrétti og valdeflingu kvenna. Nefndin gegnir lykilhlutverki í því að stuðla að réttindum kvenna, skrásetja veruleika kvenna víðsvegar um heiminn og móta alþjóðlega staðla um kynjajafnrétti og valdeflingu kvenna.
Nefndin er starfsnefnd innan Efnahags- og félagsmálaráðs Sameinuðu þjóðanna (ECOSOC) og var stofnuð með ályktun ráðsins nr. 11(II) frá 21. júní 1946.
Árið 2023 hefur nefndin eftirfarandi forgangs- og endurskoðunarþemu fyrir 67. þing sitt.
- Forgangsþema: Nýsköpun, tæknibreytingar og menntun á stafrænum tímum þar sem markmiðið er að ná fram kynjajafnrétti og valdefla allar konur og stúlkur.
- Endurskoðunarþema: Áskoranir og tækifæri til að ná fram kynjajafnrétti og valdeflingu kvenna og stúlkna í dreifbýli (ályktanir samþykktar á sextugustu og öðru þingi).