Samstarfsáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar um málefni norðurslóða 2022-2024

Evighedsfjorden ved Maniitsoq
Photographer
Kitte Witting
Ný samstarfsáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar um málefni norðurslóða gildir frá 1. janúar 2022 til 31. desember 2024. Áætlunin á að stuðla að sjálfbærri þróun á norðurslóðum. Norðurskautið er svæði sem þarf að varðveita og þróa í senn. Því er markmiðið með áætluninni að skapa meðvitað, skipulegt og samfellt samstarf og stuðla þar með að þróun sem byggir á friði, stöðugleika, verndun, hagvexti og velmegun.

Markmið áætlunarinnar

Í nýju samstarfsáætluninni, Sjálfbærar norðurslóðir, er hvatt til aukinnar áherslu á sjálfbæra þróun á norðurskautssvæðinu. Samstarfsáætlanir og aðgerðir Norrænu ráðherranefndarinnar stuðla að því að raungera Framtíðarsýn okkar fyrir 2030, um að Norðurlönd verði sjálfbærasta og samþættasta svæði heims fyrir 2030. Samstarfsáætlun um málefni norðurslóða styður við áherslusviðin þrjú um græn Norðurlönd, samkeppnishæf  Norðurlönd og félagslega sjálfbær  Norðurlönd og að  uppfylla markmiðin 12  í framkvæmdaáætluninni fyrir árin 2021-2024.

 

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun eru þáttur í vinnu Norrænu ráðherranefndarinnar að framtíðarsýninni. Í samstarfsáætluninni um málefni norðurslóða 2022-2024 eru sjálfbærnimarkmiðin leiðandi í öllu starfi og sér þess stað í áherslunum sem hér fara á eftir.

 

Áherslurnar byggja á þróun í tengslum við 

  • Hnöttinn/umhverfismál (PLANET)
  • Íbúa (PEOPLE(S))
  • Hagvöxt og velsæld (PROSPERITY)
  • Sérstök áhersla er lögð á samstarf og samstarfsaðila til að greiða fyrir þessari þróun (PARTNERSHIPS).

 

Einnig skal skoða Samstarfsáætlunina um málefni norðurslóða í ljósi þverlægra stefnumiða Norrænu ráðherranefndarinnar um jafnrétti og sjónarmið barna og ungmenna.

Fjárhagsáætlun áætlunarinnar

Fjárveitingar samstarfsáætlunarinnar um málefni norðurslóða eru tvískiptar.

  1. Annars vegar er pólitísk forgangsröðun sem veitir löndunum forgangsrétt og gerir þeim kleift að hrinda af stað pólitískum forgangsverkefnum, aðgerðum og/eða starfsemi innan ramma áætlunarinnar.
  2. Hins vegar umsóknir sem eru opnar öllum umsækjendum sem uppfylla markmið áætlunarinnar og þau skilyrði sem sett eru hverju sinni. 

Umsóknir um styrk

Norræna stofnunin á Grænlandi (NAPA) hefur umsjón með umsóknum. Úthlutun styrkja byggir á tillögum Norrænu ráðherranefndarinnar og meðmælum aðildarlandanna. Meðmæli landanna eru lögð fram af norrænni ráðgjafarnefnd um málefni norðurslóða (NRKA).

Tenglar