Aukin áhersla á sjálfbæra þróun í nýrri norrænni áætlun fyrir norðurskautssvæðin

01.11.21 | Fréttir
röd båt passerar isberg i Arktis
Photographer
Nikolaj Bock/norden.org
Samstarfsáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar um norðurskautssvæðin 2022-2024 var samþykkt á þingi Norðurlandaráðs í Kaupmannahöfn. Áætlunin, sem nefnist „Sjálfbær norðurskautssvæði“, leggur aukna áherslu á sjálfbæra þróun á svæðinu.

Síðan fyrsta samstarfáætlunin var samþykkt árið 1996 hafa loftlagsbreytingar og áhrif þeirra á lífskjör íbúa svæðisins verið tekin inn í áætlunina um málefni norðurskautssvæðanna. Samstarfsáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar um norðurskautssvæðin 2022-2024 kallar eftir áframhaldandi endurbótum með efnahagsþróun og bættum atvinnutækifærum, nýsköpun og frumkvöðlastarfi ásamt menntun og þróun þekkingar.

Samstarf er eitt af meginþemunum í áætluninni og markmiðið er að það tryggi beinar og langvarandi lausnir í nærsamfélaginu og á viðfangsefnum og þörfum norðurskautssvæða. Annað áhersluatriði í stefnumótun er að styrkja og þróa samstarf þvert á hagsmuni, aðila og stofnanir svæðanna.

Styður við Framtíðarsýn Norrænu ráðherranefndarinnar 2030

Samstarfsáætlun um norðurskautssvæðin styður við Framtíðarsýn Norrænu ráðherranefndarinnar 2030 með því að leggja áherslu á græn, samkeppnishæf og félagslega sjálfbær norræn svæði. Heimsmarkmið SÞ fyrir árið 2030 og sjálfbærnimarkmiðin 17 eru leiðbeinandi fyrir alla starfsemi Norrænu ráðherranefndarinnar og eðlileg afleiðing þess er að sjálfbærnimarkmiðin eru einnig stýrandi fyrir þau aðgerðasvið sem kynnt eru í samstarfsáætluninni um norðurskautssvæðin 2022-2024.

Samstarf um málefni norðurskautssvæðanna er liður í alþjóðastarfi Norrænu ráðherranefndarinnar, sem er á verksviði samstarfsráðherranna. Norræna ráðherranefndin er auk þess áheyrnarfulltrúi í Norðurskautsráðinu.