Um Norrænu ráðherranefndina um félags- og heilbrigðismál (MR-S)

Samstarf norrænu ríkisstjórnanna um félags- og heilbrigðismál fer fram undir stjórn Ráðherranefndarinnar um félags- og heilbrigðismál (MR-S).

Samstarfið byggist á þeim sameiginlegu gildum Norðurlandanna sem liggja til grundvallar norræna velferðarkerfinu. Grundvallarhugmyndin að baki velferðarsamfélagi Norðurlanda er sú að að allir borgararnir eigi að fá jöfn tækifæri og allir eigi að búa við félagslega samheldni og öryggi óháð kyni, kynþætti, trú, sannfæringu, fötlun, aldri eða kynhneigð. Samstarfið lýtur að félagslegum réttindum og þeirri meginreglu að allir skuli hafa jafnan aðgang að félags- og heilbrigðisþjónustu, menntun og menningu. Þetta á einnig við um umönnun þeirra sem standa höllum fæti í samfélaginu og um viðkvæma samfélagshópa.

Markmið og framtíðarsýn

Norrænt samstarf um félags- og heilbrigðismál starfar eftir ramma samstarfsáætlunar sem nær til tímabilsins 2017-2020. Til viðbótar við samstarfsáætlun eru árlega lagðar fram framkvæmdaáætlanir.

Samstarfsleiðir

Ráðherranefndin um félags- og heilbrigðismál kemur saman minnst árlega til að fjalla um og taka sameiginlegar ákvarðanir um málefni á þeim samstarfssviðum þar sem samstarfið skapar meiri ávinning fyrir löndin heldur en löndin geta gert hvert fyrir sig – það sem við köllum norrænt notagildi.
Embættismannanefndin um félags- og heilbrigðismál (ÄK-S) er skipuð fulltrúum frá hverju landi og sjálfsstjórnarsvæði og hún kemur saman minnst þrisvar á ári og sér um hagnýta hluta starfsins og undirbýr þar að auki fund ráðherranna.
Skrifstofa Norrænu ráðherranefndarinnar í Kaupmannahöfn í Danmörku ber ábyrgð á hinu daglega starfi - „rekstrinum“ er tengist samstarfi norrænu ríksstjórnanna. Innan skrifstofunnar starfar Þekkingar- og velferðardeildin (KV) sem undirbýr þau efnisatriði sem unnið er með í Ráðherranefndinni um félags- og heilbrigðismál og hjá Embættismannanefndinni um félags- og heilbrigðismál. Skrifstofan sér einnig um að hrinda ákvörðunum nefndanna í framkvæmd.

Stofnanir og samstarfsaðilar

Á sviði félags- og heilbrigðismála starfa stofnanir og tilteknir samstarfsaðilar, en hvoru tveggja er fjármagnað af Ráðherranefndinni um heilbrigðis- og félagsmál. Stofnanirnar og samstarfsaðilarnir leggja sitt af mörkum innan síns sviðs með því að uppfylla pólitísk markmið sem sett hafa verið á sviðinu.

Stofnanir

Samstarfsaðilar