Einstaklingar með fötlun fá betri aðgang að stafrænum lausnum

22.03.23 | Fréttir
alt=""
Photographer
Birgir Ísleifur Gunnarsson
Lykilmáli skiptir að öll hafi aðgang að stafrænum lausnum ef Norðurlöndin ætla að uppfylla framtíðarsýn sína um að verða sjálfbærasta og samþættasta svæði heims árið 2030. Þess vegna samþykktu norrænu heilbrigðis- og félagsmálaráðherrarnir í Reykjavík í dag yfirlýsingu um stafrænar lausnir fyrir fólk með fötlun.

Æ fleiri stafrænar lausnir standa hinum 28 milljónum íbúa Norðurlandanna til boða á sviði heilbrigðis- og félagsmála. Það er jákvætt, en mikilvægt er þó að öll hafi aðgang að hinum stafræna heimi. Líka þau sem sjá illa, heyra illa, búa ekki yfir fullri hreyfigetu eða búa við aðra fötlun. Þess vegna samþykktu norrænu heilbrigðis- og félagsmálaráðherrarnir í dag yfirlýsingu fyrir fólk með fötlun.

 

„Með yfirlýsingunni tökum við frumkvæði að öflugra norrænu samstarfi til að stuðla að inngildandi stafrænni þróun og koma í veg fyrir að fólk með fötlun verði útundan í stafrænum heimi. Saman geta Norðurlöndin staðist þessar áskoranir. Við viljum að fólk með fötlun geti, rétt eins og allt annað fólk, nýtt sér tækni í samskiptum við fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga. Við viljum tryggja að enginn einstaklingur með fötlun verði útundan þegar stafræn þróun fer á fullt,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmálaráðherra Íslands.

Við viljum tryggja að enginn einstaklingur með fötlun verði útundan þegar stafræn þróun fer á fullt

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmálaráðherra Íslands

Öflugt norrænt samstarf um þróun aðgengilegra stafrænna lausna, þar sem fólk með fötlun er í brennidepli, væri skref í átt að sjálfbærri þróun hins norræna velferðarsamfélags, segir Sif Holst frá Samtökum fólks með fötlun í Danmörku.

Sif Holst, Samtökum fólks með fötlun í Danmörku

Efling hins sjálfstæða lífs

Samtök fólks með fötlun í Danmörku fagna ráðherrayfirlýsingunni. Sif Holst, varaformaður og talsmaður þróunarstarfs hjá Samtökum fólks með fötlun í Danmörku lítur á hana sem skref í átt að sjálfbærri þróun hins norræna velferðarsamfélags:

 

„Ráðherrayfirlýsingin er mikilvæg viðurkenning á því að allt of margir einstaklingar með fötlun standa höllum fæti þegar kynntar eru til sögunar stafrænar lausnir sem eru þeim óaðgengilegar. Enn í dag eru teknar í notkun lausnir sem ekki uppylla aðgengisstaðla og allt of oft er fólk með fötlun ekki með í ferlinu við þróun þessara lausna. Þetta takmarkar getu fólks með fötlun til að lifa sjálfstæðu og mannsæmandi lífi. Öflugt norrænt samstarf um þróun aðgengilegra stafrænna lausna, þar sem fólk með fötlun er í brennidepli, væri skref í átt að sjálfbærri þróun hins norræna velferðarsamfélags,“ segir Sif Holst frá Samtökum fólks með fötlun í Danmörku.

Þróa þarf fleiri aðgengilegar lausnir

Hin undirritaða yfirlýsing opnar fyrir frekari þróun þekkingar, góðra dæma og nýrrar tækni þvert á landamæri. Hún er einnig í samræmi við ESB-tilskipunina „European Accessibility Act“ á Norðurlöndum, sem gerir kröfu um að stofnanir og einkageirar landanna geri vissar vörur og þjónustur aðgengilegar öllum. Meginmarkiðið er að stuðla hönnun fyrir alla á Norðurlöndum, sem byggir á meginreglunni um að vörur og þjónustur megi nota í sem mestum mæli af öllum einstaklingum óháð líkamlegri eða vistmunalegri getu.