Norrænir loftlagsráðherrar undirrita yfirlýsingu um COP28

28.11.23 | Fréttir
klimaminister Guðlaugur Þór Þórðarson
Ljósmyndari
Eyþór Árnason/norden.org

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Íslands, í ræðupúlti á þingi Norðurlandaráðs 2023.

Á fimmtudaginn koma lönd heimsins saman á loftlagsráðstefnunni COP28 í Dubai. Fyrir þessar alþjóðlegu viðræður eru skilaboðin skýr frá norrænu loftlagsráðherrunum: Við verðum að auka hraðann!

Yfirlýsingin var undirrituð fyrir það sem hefur verið kallað mikilvægustu loftlagsviðræður frá Parísarsamningnum, á tímum er loftslagsbreytingar af mannavöldum hafa leitt til öfgakennds veðurfars í öllum heimshlutum. Nýlegar rannsóknir sýna einnig að hitastig á Norðurslóðum hefur hækkað fjórfalt hraðar en annars staðar á jörðinni síðustu 30 ár, sem hefur gríðarlegar afleiðingar í för með sér, svo sem þiðnun sífrera og hopandi jökulhettur.

Formennskuríkið Ísland hafði frumkvæði að samnorrænni yfirlýsingu um COP28 og var efni hennar rætt á síðasta fundi umhverfis- og loftlagsráðherra þann 1. nóvember í Ósló.

„Norðurlöndin tala einni röddu fyrir loftlagsviðræðurnar, sem sendir mikilvæg skilboð til heimsbyggðarinnar: Við sjáum öll breytingar sem eru að eiga sér stað fyrir utan dyragættina okkar og við berum skýra ábyrgð gagnvart kynslóðum framtíðarinnar. Nú er brýn þörf á að hraða á aðgerðum og í það minnsta tryggja að við uppfyllum Parísarsamninginn. Það er undir okkur komið að taka ákvarðanir sem geta tryggt réttlát græn umskipti og við verðum að auka hraðann,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.

Það er undir okkur komið að taka ákvarðanir sem geta tryggt réttlát græn umskipti og við verðum að auka hraðann!

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra

Frá norrænu stöðumati til alþjóðlegs

Á loftlagsráðstefnu þessa árs munu lönd heimsins í fyrsta sinn fara yfir stöðu alþjóðlegra aðgerða í átt að markmiðum Parísarsamningsins. Þetta stöðumat myndar grundvöllinn fyrir þróun loftslagsmarkmiða landanna fram til ársins 2035. 

Norrænt samstarf hefur haldið úti verkefninu „Nordic Stocktake – Pathways to Climate Neutrality“, sem heldur utan um stöðu Norðurlanda í vegferðinni í átt að kolefnishlutleysi. Verkefnið hefur skilað ýmsum skýrum leiðbeiningum um hvar þarf að grípa til aðgerða til að þessi markmið verði uppfyllt. Leiðbeiningarnar voru notaðar í yfirlýsingu ráðherranna. 

„Umskiptin yfir í endurnýjanlega orkugjafa eru lykilatriði til að við náum loftlagsmarkmiðum okkar og höldum í við markmiðið um 1,5 gráður. Við búum yfir tólum og tilföngum sem geta tryggt að umskiptin skapi einnig samfélag sem er í það minnsta jafn aðlaðandi og það sem við eigum í dag,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson.

Við búum yfir tólum og tilföngum sem geta tryggt að umskiptin skapi einnig samfélag sem er í það minnsta jafn aðlaðandi og það sem við eigum í dag.

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra