Tilnefningar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2023

Bækurnar sem tilnefndar eru í ár koma frá öllum norrænu löndunum og málsvæðunum. Verkin kafa ofan í nýjar fjölskyldugerðir, hvetja lesendur til að líta heiminn með nýjum augum og birta vináttu barna þrátt fyrir tungumálahindranir og ólíka siði.
Þetta er bækurnar sem tilnefndar eru til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs í ár:
Danmörk
Finnland
Færeyjar
Grænland
Ísland
Noregur
Samíska málsvæðið
Svíþjóð
Álandseyjar
Það var dómnefnd skipuð fulltrúum frá löndunum sem tilnefndi verk til barna- og unglingabókmenntaverðlaunanna.
Verðlaunahafinn kynntur 31. október
Handhafi barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2023 verður kynntur á verðlaunaafhendingu þann 31. október í Ósló í tengslum við þing Norðurlandaráðs. Verðlaunahafinn hlýtur verðlaunagripinn Norðurljós og 300 þúsund danskar krónur.
Barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 10 ára
Barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs voru veitt í fyrsta sinn árið 2013 og eru því veitt í tíunda sinn árið 2023. Verðlaunin eru afhent að ósk menningarráðherra Norðurlanda sem vilja efla og vekja athygli á barna- og unglingabókmenntum Norðurlanda.
Verðlaunin eru veitt fyrir fagurbókmenntaverk fyrir börn og unglinga sem samið er á einu af norrænu tungumálunum. Verkið getur samanstaðið af bæði texta og myndum og skal uppfylla strangar kröfur um bókmenntalegt og listrænt gildi.
Fourteen Nordic picture books, children’s books and youth novels have been nominated for the 2023 Nordic Council Children and Young People’s Literature Prize.