Tilnefningar til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2023

23.02.23 | Fréttir
Bøker til litteraturpris 2023
Ljósmyndari
Norden.org
14 norrænar skáldsögur, frásagnir, esseyjur og ljóðabækur eru tilnefndar til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2023. Þessi mögnuðu verk koma frá öllum norrænu löndunum og málsvæðunum. Tilkynnt verður um verðlaunahafann þann 31. október í Osló.

Öll verkin sem tilnefnd eru í ár má lesa sem nokkurs konar óð til lífsins – þessa harmræna, kynngimagnaða og undursamlega lífs sem vindur fram á milli einstaklinga, samfélags og náttúru. Mörg þeirra fást við hinar mörgu birtingarmyndir ofbeldis, ýmist með sögulegum, bókmenntalegum eða raunveruleikatengdum vísunum í áföll og niðurbrot.

Í hinum tilnefndu verkum má einnig greina einstakt næmi fyrir tungumálinu, margþættar frásagnir sem fara þvert á bókmenntagreinar og áhuga á helgisiðum.
 

Hér eru verkin sem tilnefnd eru til bókmenntaverðlaunanna árið 2023:

Danmörk

Finnland

Færeyjar

Grænland

Ísland

Noregur

Samíska málsvæðið

Svíþjóð

Álandseyjar

Dómnefndir skipaðar fulltrúum frá löndunum hafa tilnefnt verk til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2023.

Verðlaunahafinn kynntur 31. október

Handhafi bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2023 verður kynntur á verðlaunaafhendingu þann 31. október í Osló í tengslum við þing Norðurlandaráðs. Verðlaunahafinn hlýtur verðlaunagripinn Norðurljós og 300 þúsund danskar krónur.

Um bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs

Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs hafa verið veitt síðan 1962 fyrir fagurbókmenntaverk sem samið er á einu af norrænu tungumálunum. Það getur verið skáldsaga, leikverk, ljóðabók, smásagna- eða ritgerðasafn sem uppfyllir strangar kröfur um bókmenntalegt og listrænt gildi.

Markmið hinna fimm verðlauna Norðurlandaráðs er að auka áhuga á norrænu menningarsamfélagi og samstarfi um umhverfismál, svo og að vekja athygli á verkefnum sem skarað hafa fram úr á sviði lista eða umhverfismála.

Møt de 14 nominerte til Nordisk råds litteraturpris 2023. Nordisk råds litteraturpris har blitt delt ut siden 1962 til et skjønnlitterært verk som er skrevet på et av de nordiske språkene. Vinneren offentliggjøres under prisutdelingen i Oslo, 31. oktober 2023, i forbindelse med Nordisk råds sesjon. Mer informasjon: www.norden.org/litteraturpris