Stjórnsýsluhindranaráð: Mikilvægt að draga lærdóm af kórónukreppunni

06.04.20 | Fréttir
Gränshinderrådets videomöte i mars 2020.

Gränshinderrårets videomöte i mars 2020.

Photographer
Matts Lindqvist

Stjórnsýsluhindranaráðið hélt fjarfund vegna kórónuveirufaraldursins.

Kórónuveirufaraldurinn veldur margvíslegum vanda á norrænu landamærasvæðunum, ekki síst fyrir þær þúsundir manna sem dag hvern sækja vinnu yfir landamæri. Þegar kreppunni er lokið vill Stjórnsýsluhindranaráðið að reynslu sé safnað frá norrænu ríkjunum til þess að draga lærdóm af henni fyrir komandi kreppur.

Vandamál á landamærasvæðunum og staða þeirra sem sækja störf yfir landamæri vó þungt á dagskrá fjarfundar Stjórnsýsluhindranaráðsins á föstudaginn. Fundurinn lýsti áhyggjum af því að kórónukreppan hefði leitt til þess að frjáls för milli landanna væri talsvert erfiðari en áður.

„Norrænu ríkin hafa valið mismunandi leiðir í baráttunni gegn kórónuveirunni og það hefur því miður leitt til fjölgunar stjórnsýsluhindrana fyrir íbúa Norðurlanda. Þegar faraldurinn er liðinn hjá ættum við að safna reynslu af þeim aðgerðum sem sem gripið hefur verið til og komast þannig hjá erfiðustu afleiðingum slíkra aðgerða næst þegar við stöndum frammi fyrir kreppu,“ segir Bertel Haarder, þingmaður á danska þinginu og í Norðurlandaráði og formaður Stjórnsýsluhindranaráðs 2020.

„Ánægjulegt að samband hefur verið meira“

Bertel Haarder telur að sambandið milli norrænu ríkisstjórnanna sé nú mun nánara en við upphaf kreppunnar og telur ljóst að gagnlegt sé að skiptast á reynslu.

„Það er ánægjulegt að sjá að sambandið milli norrænu ráðherranna hefur verið mikið síðustu daga. Það er gríðarlega mikilvægt að norrænu ríkin tali sig saman þegar kreppir að og leysi vandamálin í sameiningu,“ segir Bertel Haarder.

Tiltekin vandamál leyst

Stjórnsýsluhindranaráðið hefur fengið til sín allnokkrar skýrslur frá upplýsingaþjónustum landamærasvæðanna meðan á kórónukreppunni hefur staðið þar sem athygli er vakin á landamæratengdum vandamálum samfara auknum aðgerðum til að hefta kórónuveiruna. Þessum upplýsingum hefur verið komið á framfæri við norrænu ríkisstjórnirnar.

Stjórnsýsluhindranaráð hefur einnig samþykkt aðgerðir til að leysa tiltekin vandamál og hefur í samstarfi við upplýsingaþjónustur landamærasvæðanna og ráðuneyti og stjórnvöld landanna getað stuðlað að því að hægt hefur verið að bæta úr sumum hindrununum.

Meðal annars hefur verið það verið leyst undir almannatryggingar hvors landsins einstaklingur sem ferðast yfir landamæri vegna vinnu á að heyra ef atvinnurekandinn fer fram á að unnið sé heima vegna kórónuveirunnar. Sömuleiðis hefur verið leyst í hvoru landinu einstaklingur er atvinnuleysistryggður ef hann vinnur heima.

Auk þess hefur Stjórnsýsluhindranaráðið stuðlað að bæta við einni lestarferð yfir Eyrarsund á háannatíma sem skiptir miklu máli fyrir einstaklinga sem ferðast þá leið vegna vinnu sinnar og hafa orðið fyrir því að lestarferðum hefur verið fækkað úr sex á klukkustund í eina í kjölfar kórónukreppunnar.

 

Stjórnsýsluhindranaráðið er pólitískt skipuð nefnd sem norræn stjórnvöld hafa falið að greiða fyrir fyrir frjálsri för einstaklinga og fyrirtækja innan Norðurlanda.