Gagnkvæm viðurkenning á rafrænum ökuskírteinum á Norðurlöndum

17.02.22 | Fréttir
Digitalt kørekort
Ljósmyndari
Jacob Ehrbahn/Ritzau Scanpix
Í fjórum af norrænu löndunum fimm er nú hægt að fá ökuskírteini á rafrænu sniði í farsíma. En notkunarsviðið er misjafnt og ekki er hægt að nota þau erlendis. Norræna hagvaxtar- og þróunarnefndin leggur nú til að rafræn ökuskírteini verði viðurkennd alls staðar á Norðurlöndum.

Norræna hagvaxtar- og þróunarnefndin leggur nú til að Norrræna ráðherranefndin fari þess á leit við ráðherra samgöngumála í öllum norrænu löndunum að hafin verði vinna við gagnkvæma viðurkenningu á rafrænum ökuskírteinum.

Anders Eriksson, formaður nefndarinnar, telur þetta auðleysanlegt mál fyrir norrænu samgöngumálaráðherranna sem hefði norrænt notagildi fyrir almenning.

„Tækniöldin er ekki eitthvað sem bíður okkar í framtíðinni. Við lifum á henni. Þessi tillaga er því viðeigandi. Norðurlönd eru sögð í fararbroddi þegar kemur að stafvæðingu en sú staða krefst stöðugrar þróunar. Tillaga okkar á að vera þáttur í því ferli. Við verðum einfaldlega að standa við stóru orðin,“ segir Eriksson.

Til lengri tíma litið vill nefndin einnig að kannaðir verði möguleikar á sameiginlegu, rafrænu ökuskírteini. Þá vill hún einnig að Eystrasaltslöndin verði hluti af kerfinu.