Norðurlöndin taka stöðuna á grænu umskiptunum
Árið 2020 átti að vera loftslagsárið. Spáð hafði verið að viðræðurnar á COP26 myndu skipta sköpum fyrir sameiginlegar hnattrænar aðgerðir. Þrátt fyrir að COP26 hafi nú verið frestað um heilt ár hefur hvorki dregið úr vilja til aðgerða né metnaði á Norðurlöndum. Það er ljóst eftir umræður gærdagsins undir yfirskriftinni „Choosing Green“.
Á sex umræðufundum var rætt um flókin málefni sem sneru bæði að hlutverki Norðurlanda í hnattrænum loftslagsaðgerðum og áskorunum sem snúa að því að tryggja félagslega sjálfbær græn umskipti. Hvernig virkjum við alla? Og hvernig getur norræna velferðalíkanið orðið stuðningur, kannski meira að segja gott dæmi, einmitt til þess að ná fram félagslegu réttlæti. Afleiðingar hins nýja græna veruleika fyrir vinnumarkaðinn, samkeppnishæfni og ekki síst menntageirann var einnig meðal umræðuefna dagsins.
Við stöndum frammi fyrir mörgum sameiginlegum áskorunum en við eigum ekki síst fjölda sameiginlegra lausna.
„Leave no one behind“
Mikil áhersla var lögð á meginregluna „leave no one behind“ og slagsíða loftslagsáskorananna þegar kemur að þjóðfélagshópum sem eru viðkvæmri stöðu fyrir var til umræðu á nokkrum umræðufundanna. Einnig var bent á mikið loftslagsspor Norðurlandanna. Er lífstíll okkar raunverulega til eftirbreytni. Frá sviðinu kom fram að það hefði hrikalegar afleiðingar. Einnig var sagt að raunveruleiki okkar væri sá að 10% íbúa jarðar notuðu meira en helming sameiginlegra auðlinda.
Aukið norrænt samstarf var einnig málefni sem margir þátttakendur í pallborði komu ítrekað inn á. Paula Lehtomäki, framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar lagði áherslu á þau fjölmörgu tækifæri sem væru fyrir hendi innan vébanda formlegs pólitisks samstarfs. „Norræna ráðherranefndin býður fram vettvang þar sem löndin geta miðlað góðum dæmum. Við stöndum frammi fyrir mörgum sameiginlegum áskorunum en við eigum ekki síst fjölda sameiginlegra lausna. Við skulum nýta þetta enn betur.“
Allir vinklar sem fram komu þennan dag í pallborði, frá aðalræðumönnum og áhorfendum verða liður í undirbúningi Norrænu ráðherranefndarinnar undir loftslagsviðræðurnar á COP26 í Glasgow.
Choosing Green er umræðufundur sem stóð heilan dag og var skipulagður af Norrænu ráðherranefndinni og Norðurlöndum í brennidepli. Meira en fimmtíu manns tóku þátt í pallborði á sex umræðufundum sem tóku til þriggja málefna. og miðluðu þekkingu sinni og ræddu saman um græn umskipti í ljósi kórónuveirufaraldursnins.