Heimgreiðslur í Noregi

Norsk kontantstøtte
Hér má lesa um rétt á heimgreiðslum í Noregi.

Hvað eru norskar heimgreiðslur?

Norskar heimgreiðslur eru ætlaðar foreldrum barna á aldrinum eins til tveggja ára sem nýta ekki leikskóla sem reknir eru með opinberu fé. NAV (vinnumála- og velferðarstofnunin) sér um heimgreiðslur í Noregi.

Áttu rétt á heimgreiðslu?

Réttur á heimgreiðslu er háður því að barnið þitt sé orðið eins árs. Það er umsaminn dvalartími í leikskóla sem sker úr um hvað þú færð mikið í heimgreiðslu. Ef barnið þitt gengur ekki í leikskóla sem rekinn er með opinberu fé færðu 100% heimsgreiðslu. Ef barnið þið er í leikskóla hluta úr degi geturðu átt rétt á 20%, 40%, 60% eða 80% heimgreiðslu.

Meginreglan er sú að bæði foreldrið og barnið verða að búa í Noregi til þess að eiga rétt á heimgreiðslu. Ef þú kemur erlendis frá til Noregs geturðu átt rétt á heimgreiðslu ef öll fjölskyldan þín er búsett í Noregi og hefur verið það í tólf mánuði að lágmarki. Auk þess er krafist aðildar að norskum almannatryggingum í fimm ár fram að því. Þú getur lagt saman tryggingartímabilið í Noregi og sams konar tímabil í almannatryggingum annarra EES-landa.

Ef þú ert ríkisborgari í EES-landi og starfar í Noregi en átt fjölskyldu sem býr í öðru EES-landi geturðu átt rétt á heimgreiðslu frá Noregi. Ef annað foreldrið byrjar að vinna eða hættir störfum í hinu landinu þarf að tilkynna það hjá NAV. Þú þarft einnig að gera NAV viðvart ef breytingar verða á heimgreiðslum í hinu landinu eða ráðningarsambandi þínu.

Helst réttur þinn til heimgreiðslu ef þú dvelst erlendis eða flytur úr landi?

Meginreglan er sú að fólk fær eingöngu heimgreiðslu fyrir börn sem búa í Noregi en í sumum tilvikum getur heimgreiðsla komið til fyrir börn sem búa í öðru EES-landi.

Ef þú færð heimgreiðslu frá NAV og ráðgerir að dveljast í útlöndum þarftu að kanna hvort þú getir tekið heimgreiðsluna með þér. Það fer eftir því hvað þú ferð að gera og hve lengi þú hyggst dveljast erlendis. Kannaðu hjá NAV hvað gildir í þínu tilviki.

Hvernig sækirðu um heimgreiðslu?

Ef foreldrar eru í sambúð sækir annað þeirra um heimgreiðslu. Ef foreldrar eru ekki í sambúð er það foreldrið sem barnið býr með sem getur sótt um heimgreiðslu. Þú getur ekki sótt um heimgreiðslu fyrr en í sama mánuði og barnið verður eins árs. Ef þið foreldrarnir hafið gert með ykkur skriflegt samkomulag samkvæmt 36. grein norsku barnalaganna um að barnið búi jafnt hjá báðum foreldrum getið þið komið ykkur saman um að skipta heimgreiðslunni. Þá þurfið þið að sækja um heimgreiðslu hvort um sig.

Hvar geturðu fengið svör við spurningum þínum?

Hafðu samband við NAV ef þú ert með spurningar um heimgreiðslur.

Hafðu samband við yfirvöld
Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna