Húsnæði fyrir námsfólk á Íslandi

Húsnæði fyrir námsmenn er af ýmsu tagi, ætlað einstaklingum jafnt sem fjölskyldum. Námsmannaíbúðir eru oftast, en ekki alltaf, í nágrenni við háskólana.
Algengt er að námsfólk leigi á hinum almenna leigumarkaði. Námsmenn frá Norðurlöndunum geta sótt um húsnæðisbætur til sveitarfélaga að því tilskildu að þeir eigi lögheimili á Íslandi og séu með þinglýstan samning.
Nánari upplýsingar um húsnæði fyrir námsmenn má meðal annars finna á heimasíðum eftirfarandi aðila:
Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.
ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.