Húsnæði fyrir námsfólk á Íslandi

Húsnæði fyrir námsfólk á Íslandi
Mikilvægt er fyrir þá sem halda til náms á Íslandi að kynna sér þá möguleika sem eru í boði á húsnæðismarkaði fyrir námsfólk. Nemendasambönd við flesta íslenska háskóla eiga húsnæði sem leigt er út til námsmanna sem stunda nám við viðkomandi skóla.

Húsnæði fyrir námsmenn er af ýmsu tagi, ætlað einstaklingum jafnt sem fjölskyldum. Námsmannaíbúðir eru oftast, en ekki alltaf, í nágrenni við háskólana.

Algengt er að námsfólk leigi á hinum almenna leigumarkaði. Námsmenn frá Norðurlöndunum geta sótt um húsnæðisbætur til sveitarfélaga að því tilskildu að þeir eigi lögheimili á Íslandi og séu með þinglýstan samning.

Nánari upplýsingar um húsnæði fyrir námsmenn má meðal annars finna á heimasíðum eftirfarandi aðila: 

Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna