Húsnæði á Íslandi

Kaup á húsnæði
Norrænir ríkisborgarar geta keypt húsnæði á Íslandi á grundvelli reglna um frjálsa för fólks, staðfesturétt og þjónustustarfsemi ríkisborgara Evrópska efnahagssvæðisins (EES).
Flestir viðskiptabankar á Íslandi veita lán til kaupa á húsnæði. Vextir og kjör geta verið mismunandi eftir bönkum og því gott að kynna sér vel það sem er í boði.
Lífeyrissjóðir veita einnig lán til kaupa á húsnæði. Nauðsynlegt er að vera meðlimur í tilteknum sjóði til þess að sækja um lán. Vextir og kjör geta verið mismunandi eftir sjóðum og því gott að kynna sér vel það sem er í boði.
Leiguhúsnæði og búseturéttur
Félagastofnanir flestra háskóla eiga húsnæði sem leigt er út til þeirra námsmanna sem stunda nám við viðkomandi skóla. Nánari upplýsingar er meðal annars að finna á eftirfarandi heimasíðum:
Algengasta leiðin til að finna húsnæði er gegnum auglýsingar á vefnum. Oft er mikil eftirspurn og því er gott að hafa samband strax eftir að auglýsing birtist. Á heimasíðu Morgunblaðisins, Mbl.is, er sér dálkur með leiguhúsnæðisauglýsingum og á Visir.is má einnig finna leiguhúsnæðisauglýsingar. Héraðsfréttablöð geta verið góður miðill fyrir auglýsingar vegna húsnæðis á landsbyggðinni. Auk þess eru starfandi leigumiðlanir.
Hjá félagsmálaráðuneytinu má fá upplýsingar um húsaleigu, til að mynda um gerð leigusamninga, almennar reglur varðandi uppsögn leigusamnings og skil leiguhúsnæðis..
Annað húsnæðisform er búseturéttur í húsnæðissamvinnufélögum.
Húsnæðissamvinnufélagið Búseti byggir og selur eignir með búseturétti á Íslandi. Aðeins félagsmenn í Búseta geta keypt búseturétt. Mánaðarleigan er yfirleitt heldur lægri en á almenna leigumarkaðnum.
Húsnæðissamvinnufélagið Búmenn selur einnig eignir með búseturétti en er eingöngu ætlað þeim sem eru fimmtíu ára og eldri.
Á Norðurlandi er starfrækt húsnæðissamvinnufélagið Búseti á Norðurlandi.
Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.
ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.