Kaup á vörum og þjónustu í Svíþjóð

Køb af varer og tjenester i Sverige
Hvernig á að panta sjónvarpsveitu, farsímaáskrift og rafmagn? Hér er að finna upplýsingar um réttindi neytenda og um kaup á tilteknum vörum og þjónustu í Svíþjóð.

Réttindi neytenda

Þegar þú kaupir eitthvað, hvort sem það er í á netinu eða í verslun, eru ákveðnar viðmiðunarreglur sem bæði þú og söluaðilinn þurfið að fylgja.

Ef þú ert í vafa um hvað gildir um kaup geturðu kynnt þér rétt þinn í neytendalögum. Einnig eru til neytdendasamtök sem geta aðstoðað þig.

Neytendalög

Neytendalögin innihalda grundvallarreglur sem veita neytandanum og fyrirtækinu ákveðin réttindi og skyldur. Reglurnar vernda neytandann við kaup á vörum. Ákveðin réttindi fylgja því þess vegna þegar vara er keypt í Svíþjóð.

Réttur til að kvarta, reklamationsret, er þrjú ár. Það þýðir að kvarta má við seljanda vegna galla og ef varan uppfyllir ekki skilyrði, í þrjú ár.

Skilaréttur á vöru er ekki sjálfgefinn (öppet köp) þegar vara er keypt í verslun. Einungis er hægt er að skipta vöru eða fá vöruna endurgreidda ef verslunin býður upp á þá þjónustu.

Ef varan er gölluð eða eitthvað er að henni á kaupandi fyrst og fremst rétt á að fá gert við hana eða nýja vöru í staðinn. Ef það er ekki hægt má í staðinn krefjast afsláttar af verði eða greiðslu fyrir að láta annan aðila gera við vöruna. Til þess að eiga rétt á að hætta við kaupin og fá endurgreitt verður kaupandinn að sýna fram að gallinn skipti hann verulegu máli.

Ef kaup eru gerð við fjarsölu, til dæmis í gegnum síma eða netið, á kaupandinn rétt á að hætta við innan 14 daga.

Stofnanir neytendamála

Nánari upplýsingar um réttindi neytenda í Svíþjóð má nálgast á vefnum Hallå konsument, en það er óháð ráðgjafaþjónusta á vegum sænsku neytendastofunnar, Konsumentverket. Ráðið veitir einnig ráðgjöf um réttindi neytenda. Spurningum um verslun yfir landamæri innan ESB og EES-ríkjanna, skal beina til sænsku skrifstofu Konsument Europa.

Ýmsir málaflokkar

Afnotagjöld

Í Svíþjóð er útvarps- og sjónvarpsgjald almennt gjald fyrir opinbera þjónustu sem innheimt er í gegnum skattheimtu.

Farsímar, heimilissímar og breiðband

Þeir sem ekki eru skráðir í þjóðskrá í Svíþjóð, geta lent í erfiðleikum með að gerast áskrifendur hjá símafyrirtæki.

Hafa skal samband við það fyrirtæki sem óskað er eftir áskrift hjá, til að fá upplýsingar um hvaða möguleikar eru fyrir hendi fyrir þá sem ekki eru skráðir í þjóðskrá í Svíþjóð.

Ef einstaklingur hefur ekki verið skráður í þjóðskrá mörg undanfarin ár, munu mörg fyrirtækjanna krefjast þess að fá að sjá launaseðla eða einhverjar aðrar upplýsingar um tekjur viðkomandi. Stundum krefjast fyrirtækin fyrirframgreiðslu.

Þegar um er að ræða farsíma er hægt að kaupa inneignarkort, þar sem greitt er fyrir notkun fyrirfram. Ekki er nauðsynlegt að hafa sænska kennitölu til að kaupa inneignarkort.

Heimasími, stafrænt sjónvarp og breiðband

Víða í nútíma leiguhúsnæði er hægt að fá heimasíma, stafrænt sjónvarp og breiðband í gegnum netið.

Hægt er að velja milli fyrirtækja en valið er þó háð búsetu.

Raforkufyrirtæki og dreifingaraðilar

Í Svíþjóð er frjálst val milli 120 orkufyrirtækja, en ekki um dreifingaraðila. Dreifingaraðilinn á netið þar sem viðkomandi á heima og innheimtir alltaf fyrir dreifingu á rafmagni, engu er hægt að ráða um það. Einstaklingar eiga hins vegar val um hvaða orkufyrirtæki þeir skipta við. Ef ekki er valið orkufyrirtæki sér dreifingaraðilinn um að velja það. Það leiðir yfirleitt til þess að kostnaður vegna rafmagns verður óþarflega hár. Áður en orkufyrirtæki er valið er gott aðbera saman verð á Elpriskollen.se.

Nauðsynlegt er að kynna sér skilmála rafmagnssamningsins áður en hann er undirritaður. Auk verðsins er gott að kynna sér uppsagnarfrest, binditíma og hvað verður um samninginn þegar hann rennur út. Við flutninga ber að segja upp samningum um rafmagn, bæði við dreifingaraðila og orkufyrirtækið.

Upplýsingar um lánshæfi

Aðilar sem lána peninga eða veita þjónustu sem greiðist seinna, þurfa að geta metið hvort þeir vilja lána viðkomandi.

Til að einfalda lánshæfismat eru reknar skrifstofur sem sérhæfa sig í lánshæfismati, sem gefa lánveitendum upplýsingar um einstaklinga sem óska eftir láni. Fullar og nákvæmar upplýsingar hjálpa lánveitandanum að meta áhættu á tapi og öðrum vandamálum.

Lánshæfisskýrsla er fyrst og fremst um efnahagslegar aðstæður. Aðrar persónulegar upplýsingar geta fylgt með, til dæmis um hjúskaparstöðu einstaklings eða hvort hann hefur flutt frá öðru landi.

Ef einstaklingur býr og/eða starfar í öðru landi, getur fyrirtækið sem hann/hún ætlar að skipta við ekki séð hvort hann/hún er með tekjur í gegnum lánshæfisskrifstofur í Svíþjóð. Þess vegna getur verið nauðsynlegt að sýna fram á tekjur á annan hátt, til að mynda með því að fá laun greidd inn á bankareikning í Svíþjóð.

Söluaðilinn tekur viðskiptalega ákvörðun sem byggir á áhættumati lánshæfismatsskrifstofunnar um, hvort hann vill samþykkja kaup einstaklings á vöru eða þjónustu. Þeir mega þó ekki mismuna ESB/EES-ríkisborgurum á grundvelli þjóðernis. Erfitt getur verið fyrir fólk sem er búsett eða starfar í öðru landi að kaupa tiltekna þjónustu í Svíþjóð. Hafa skal samband við söluaðila til að fá frekari upplýsingar um hvernig best er að sýna fram á lánshæfi.

Samband við yfirvöld
Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu skaltu fylla út eyðublaðið hérna:

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna