Leiðbeiningar: Að starfa í Finnlandi
Þessar leiðbeiningar geta komið þér á sporið ef þú leitar að upplýsingum um atvinnuleit í Finnlandi, atvinnuleysisbætur og atvinnuleysissjóði í landinu, stéttarfélög, almannatryggingar í ýmsum vinnutengdum aðstæðum, sjúkradagpeninga og endurhæfingu, réttindi og skyldur launafólks og skattlagningu á tekjum.
Kynntu þér einnig efni síðunnar Leiðbeiningar: Að flytja til Finnlands, sem inniheldur almennar ráðleggingar varðandi flutninga til Finnlands.
Ef þú ert útsendur starfsmaður til Finnlands frá öðru landi eiga leiðbeiningarnar á þessari síðu ekki við um þig. Kynntu þér efni síðunnar Útsendir starfsmenn frá Finnlandi og til Finnlands.
Starfstengd leyfi, réttindi og skyldur í Finnlandi
Ef þú ert ríkisborgari norræns ríkis þarft þú ekki dvalar- eða starfsleyfi í Finnlandi. Þó gilda ákveðin skilyrði fyrir ríkisborgara ESB- eða EES-landa utan Norðurlanda og borgara annarra ríkja sem vilja dvelja eða starfa í Finnlandi. Nánari upplýsingar eru á síðunni Dvalar- og starfsleyfi í Finnlandi.
Ef þú hefur námsgráðu frá öðru landi mun vinnuveitandi í flestum tilvikum leggja mat á þá færni sem gráðan veitir fyrir starfið sem um ræðir. Í sumum starfsgreinum þarf þó að fá formlega viðurkenningu á prófgráðu eða starfsréttindum. Nánari upplýsingar eru á síðunni Viðurkenning á starfshæfni og erlendum prófgráðum í Finnlandi
Upplýsingar um starfssamninga, ráðningarsamninga og fleira sem tengist starfskjörum eru á síðunni Réttindi og skyldur launafólks í Finnlandi. Upplýsingar um stéttarfélög sem gæta hagsmuna launafólks eru á síðunni Stéttarfélög í Finnlandi.
Atvinnuleit í Finnlandi
Hægt er að sækja um vinnu í Finnlandi frá öðru landi eða eftir að komið er til Finnlands. Nánari upplýsingar eru á síðunni Atvinnuleit í Finnlandi.
Einnig er hægt að koma til Finnlands meðan á atvinnuleit stendur og fá þar atvinnuleysisbætur, en þá þarf að skrá sig atvinnulausan í brottfararlandinu með góðum fyrirvara. Nánari upplýsingar eru á síðunni um atvinnuleysisbætur í þínu heimalandi.
Ef þú þiggur atvinnuleysisbætur frá Finnlandi og langar að halda til atvinnuleitar í öðru norrænu landi skaltu kynna þér efni síðunnar Atvinnuleysisbætur í Finnlandi.
Atvinnuleysistryggingar í Finnlandi
Í Finnlandi eru atvinnuleysisbætur greiddar eftir tveimur mismunandi kerfum. Ef þú verður atvinnulaus/t og átt aðild að atvinnuleysissjóði getur þú fengið tekjutengdar atvinnuleysisbætur úr þínum sjóði. Eigir þú ekki réttindi í neinum atvinnuleysisjóði átt þú rétt á grunnbótum frá finnsku almannatryggingastofnuninni (Kansaneläkelaitos eða Kela). Eigir þú ekki rétt á neinum atvinnuleysisbótum getur þú fengið vinnumarkaðsstyrk. Nánari upplýsingar um þetta eru á síðunni Atvinnuleysisbætur í Finnlandi.
Almannatryggingar vinnandi fólks í Finnlandi
Þú getur smellt á tenglana hér að neðan og fundið frekari upplýsingar um almannatryggingar í Finnlandi.
Átt þú rétt á almannatryggingum í Finnlandi?
Flytjir þú til Finnlands vegna vinnu átt þú almennt tilkall til finnskra almannatrygginga frá upphafi vinnutímabils. Þó eru ýmsar undantekningar frá þeirri reglu. Nánari upplýsingar eru á síðunni Almannatryggingar í Finnlandi fyrir fólk sem býr þar eða starfar.
Ef þú ert útsendur starfsmaður finnur þú réttar upplýsingar á síðunni Útsendir starfsmenn frá Finnlandi og til Finnlands. Ef þú ert fræðimaður eða þiggur styrk vegna náms eða fræðilegra rannsókna finnur þú upplýsingar á síðunni Rannsóknastarf og styrkþegar í Finnlandi.
Hvað ef ég vinn í Finnlandi og veikist?
Upplýsingar um almannatryggingar og rétt á heilbrigðisþjónustu í Finnlandi, svo og sjúkradagpeninga og endurhæfingu, eru á síðunum hér fyrir neðan.
Skattar í Finnlandi
Almenna reglan er sú að þú greiðir skatt í því landi sem þú býrð eða aflar þér tekna í. Búir þú í öðru landi en tekna er aflað í geta tekjurnar haft áhrif á skattlagningu þína í búsetulandinu. Þess vegna þarf að telja allar tekjur frá bæði búsetulandinu og starfslandinu fram til skatts.
Nánari upplýsingar eru á síðunni Skattar í Finnlandi eða á norrænu skattagáttinni, Nordisk eTax.
Nánari upplýsingar
Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.
ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.