Dvalar- og starfsleyfi í Finnlandi

Borgarar norrænna ríkja
Borgarar norrænu landanna eiga rétt á að búa og starfa í öðrum norrænum löndum án dvalar- eða starfsleyfis. Sé dvalið lengur en eitt ár í Finnlandi gildir sú meginregla að fólk skuli skrá fasta búsetu í landinu hjá finnsku þjóðskránni. Nánari upplýsingar um finnsku þjóðskrána eru á síðunni Að tilkynna flutning og skrá sig í þjóðskrá í Finnlandi.
Borgarar ESB- og EES-landa utan Norðurlanda
Borgarar annarra ESB-landa auk Sviss og Liechtenstein þurfa ekki dvalar- eða starfsleyfi á Norðurlöndum, en þurfa þó að skrá sig inn í landið ef dvöl varir lengur en í þrjá mánuði. Borgarar annarra ESB-landa, Sviss og Liechtenstein eiga að skrá sig hjá finnsku stofnununinni um málefni innflytjenda. Nánari upplýsingar veitir finnska stofnunin um málefni innflytjenda (Maahanmuuttovirasto).
Fjölskyldumeðlimir ESB-borgara sem ekki eru sjálfir borgarar ESB-ríkis þurfa að sækja um sérstakt dvalarleyfiskort hjá finnsku lögreglunni. Nánari upplýsingar veitir finnska stofnunin um málefni innflytjenda (Maahanmuuttovirasto).
Borgarar annarra ríkja
Borgarar annarra ríkja en nefnd eru hér að framan þurfa að sækja um dvalarleyfi ef þeir hyggjast flytja til Finnlands vegna vinnu.
Almennt er sótt um dvalarleyfi á grundvelli vinnu á sendiskrifstofum erlendra ríkja, eða hjá finnsku stofnuninni um málefni innflytjenda í Finnlandi (Maahanmuuttovirasto).
Borgarar landa utan ESB og EES geta einnig fengið dvalarleyfi í Finnlandi á grundvelli annarra ástæðna en vinnu í landinu. Aðrar slíkar ástæður geta verið fjölskyldutengsl og nám í Finnlandi. Dvalarleyfi sem veitt er á grundvelli annars en vinnu veitir í mörgum tilvikum einnig rétt til að starfa í landinu.
Ef þú ert með spurningu skaltu fylla út eyðublaðið hérna:
ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.