Lyf og niðurgreiðslur lyfja í Svíþjóð

Sænska ríkið niðurgreiðir lyf og ýmislegt annað sem þú hefur þörf fyrir vegna ákveðinna sjúkdóma. Flest lyfseðilsskyld lyf eru niðurgreidd og niðurgreiðslan sem tryggir að þú verðir ekki fyrir of miklum útgjöldum nefnist „greiðsluþak“.
Niðurgreiðslurnar setja þak yfir mögulegan lyfjakostnað þinn á einu ári.
Lyfjakaup með erlendum lyfseðlum í Svíþjóð
Samkvæmt ESB-reglum er meginreglan sú að lyfseðlar frá öllum Norðurlöndunum og ESB/EES-löndum eru gjaldgengir í Svíþjóð. Í raun er samt ekki alltaf hægt að kaupa lyf út á erlendan lyfseðil ef ekki er hægt að útvega samskonar lyf. Sum sterk lyf er aldrei hægt að kaupa út á erlendan lyfseðil.
Ef þú veist þegar lyfseðillinn er gefinn út í öðru landi að lyfið verði keypt í Svíþjóð geturðu beðið lækninn um að útlista vandlega innihald og magn virkra efna í lyfinu. Það auðveldar lyfsalanum að finna sambærilegt lyf.
Ef lyfseðillinn er gefinn út annars staðar á Norðurlöndum ber að gera skýrlega grein fyrir formi lyfsins, magni, styrk og skammtastærð til þess að hægt verði að rata á rétta lyfið. Eftirfarandi upplýsingar þurfa að vera á lyfseðlinum til þess að hægt verði að afgreiða hann í Svíþjóð:
Auðkenni sjúklings:
- Nafn og kenninafn (nafnið þarf að stafa, fangamark nægir ekki)
- Fæðingardagur og ár
Gildi lyfseðils kannað:
- Útgáfudagur
Upplýsingar um lækninn sem gaf út lyfseðilinn:
- Nafn og kenninafn (nafnið þarf að stafa, fangamark nægir ekki)
- Starfsréttindi
- Netfang, síma- eða faxnúmer ásamt landsnúmeri
- Heimilisfang læknis og í hvaða landi
- Undirskrift, handskrifuð eða rafræn, eftir því hvernig lyfseðillinn er gefinn út
Auðkenning á lyfinu:
- Algengt heiti eða
- nafn á lyfinu ef um er að ræða líffræðilegt efni eða ef útgefandi lyfseðilsins telur læknisfræðilega þörf á að útskýra hvers vegna láta skuli umrætt lyf af hendi.
Innflutningur lyfja til Svíþjóðar
Þér er heimilt að taka með þér lyfseðilskyld lyf og lausasölulyf frá ESB-/EES-löndum til Svíþjóðar til eigin nota í magni sem samsvarar heils árs notkun.
Sérstakar reglur gilda um innflutning á lyfjum sem innihalda deyfandi og örvandi efni til Svíþjóðar.
Ef þú ert með spurningu skaltu fylla út eyðublaðið hérna:
ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.