Meðlög og framfærslustyrkur í Svíþjóð

Børnebidrag i Sverige
Kynntu þér hvaða reglur sem gilda um meðlög í Svíþjóð, hvernig foreldrar koma sér saman um upphæðir meðlagsgreiðslna og hvaða reglur gilda þegar annað foreldrið býr í Svíþjóð og hitt í öðru landi.

Í Svíþjóð ber báðum foreldrum skylda til að sjá fyrir börnum sínum. Grundvallarreglan er að foreldrum ber skylda til að sjá börnum sínum farborða að 18 ára aldri. Ef barnið stundar fullt nám á grunnskólastigi, menntaskólastigi eða samsvarandi námsstigi er foreldrunum skylt að sjá fyrir barninu þar til það nær 21 árs aldri.

Ef foreldrar barns búa ekki saman, til dæmis vegna skilnaðar, og barnið býr hjá öðru foreldrinu, ber hinu foreldrinu að greiða meðlag eða tryggja framfærslu barnsins á annan hátt. Upphæð meðlagsins fer eftir þörfum barnsins og fjárhagslegri stöðu foreldranna.

Dvelji barnið nokkurn veginn jafnt hjá báðum foreldrum þarf hvorugt að greiða meðlag vegna barnsins. Í sumum tilvikum getur meðlag þó verið sanngjarnt, til dæmis ef annað foreldrið er tekjuhærra en hitt foreldrið.

Ef foreldrarnir geta ekki komist að samkomulagi um meðlag eða ef annað foreldrið getur ekki greitt getur foreldrið sem barnið býr hjá sótt um meðlagsgreiðslur frá Försäkringskassan.

Meðlag í Svíþjóð

Meðlag er upphæð sem annað foreldrið greiðir hinu ef foreldrarnir búa ekki saman.

Í Svíþjóð er gerður greinarmunur milli tveggja tegunda meðlagsgreiðslna, það er meðlags (underhållsbidrag) og framfærslustyrks (underhållsstöd).

Foreldrið sem býr ekki með barninu þarf að greiða meðlag (underhållsbidrag) til foreldrisins sem barnið býr hjá. Meðlagið skal notað til að standa straum af húsnæði, mat og tómstundastarfi barnsins.

Foreldrar barnsins þurfa að komast að samkomulagi um meðlagið. Á vefsvæði Försäkringskassan eru tól sem hægt er að nota til að reikna meðlagsupphæð. Þegar foreldrar hafa komist að samkomulagi gera þeir munnlegan eða skriflegan samning um upphæð meðlagsins. Ef foreldrar geta komist að samkomulagi getur dómstóll ákvarðað meðlagið.

Meðlag skal greitt fyrir hvern mánuð. Þegar barnið er orðið 18 ára aldri skal meðlagið greitt beint til barnsins ef það stundar fullt nám á grunnskólastigi, menntaskólastig eða öðru samsvarandi stigi. Barnið á rétt á meðlagi til 21 árs aldurs. Ef barnið er orðið 18 ára og er ekki lengur í skóla hefur það ekki lengur rétt á meðlagi.

Barnið og foreldrið sem greiðir meðlag undirrita samning um meðlag þegar barnið nær 18 ára aldri.

Sænskt meðlag þegar barnið býr hjá þér

Ef þú býrð ekki með hinu foreldri barnsins og það greiðir ekki meðlag (underhållsbidrag) getur þú sótt um að fá framfærslustyrk (underhållsstöd) frá Försäkringskassan.

Ef þú ættleiðir barn ein(n) eða ert kona sem eignast barn með tæknifrjóvgun getur barnið átt rétt á framfærslustyrk.

Framfærslustyrkur í Svíþjóð

Framfærslustyrkur (underhållsstöd) er föst upphæð sem Försäkringskassan greiðir mánaðarlega til þess foreldris sem barnið býr hjá. Upphæðin fer eftir aldri barnsins. Upphæðin er 1.673 sænskar krónur frá og með þeim mánuði þegar barnið nær 7 ára aldri, síðan 1.823 krónur þar til það verður 15 ára og 2.223 krónur eftir það.

Försäkringskassan reiknar út hve mikið foreldrið sem barnið býr ekki hjá þarf að greiða til Försäkringskassan. Upphæðin er tekjutengd en er aldrei hærri en framfærslustyrkurinn.

Ef foreldrið vill greiða upphæðina beint til foreldrisins sem barnið býr hjá getur Försäkringskassan greitt viðbótarupphæð til að heildarupphæðin sem gengur til barnsins sé jöfn framfærslustyrknum.

Sænskur framfærslustyrkur þegar barnið býr ekki hjá þér

Ef foreldrar geta ekki komist að samkomulagi um meðlag (underhållsbidrag) eða ef annað foreldrið getur ekki greitt getur foreldrið sem barnið býr hjá sótt um framfærslustyrk (underhållsstöd) frá Försäkringskassan.

Öll þessi upphæð eða hluti hennar er síðan greidd til Försäkringskassan. Ef þú getur ekki greitt alla mánaðarlegu upphæðina getur þú sótt um frestun greiðslna. Försäkringskassan útbýr greiðsluáætlun fyrir þig ef niðurstaðan er að þú getir ekki greitt.

Í Svíþjóð er ekki hægt að draga greiðslur vegna framfærslu barns frá skatti.

Meðlag þegar foreldrarnir búa í mismunandi löndum

Ákvörðun sem tekin er um meðlag í Danmörku, Finnlandi, á Íslandi, í Noregi eða Svíþjóð gildir annars staðar á Norðurlöndum og hægt er að innheimta ákvarðaðar meðlagsgreiðslur í öðru norrænu landi.

Þér ber skylda til að greiða meðlag með barni þótt barnið búi í öðru landi eða flytji til annars lands sem þú býrð ekki í.

Ef þú ert meðlagsgreiðandi og flytur til annars lands þarftu einnig að greiða meðlag með barninu.

Ef meðlagsgreiðandi og meðlagsþegi búa í sitt hvoru landinu á Norðurlöndum getur meðlagsþeginn valið hvort meðlagið fylgi reglum búsetulands meðlagsgreiðandans eða móttakandans.

Þú getur fengið framfærslustyrk frá Försäkringskassan þótt meðlagsskylda foreldrið búi í öðru landi en Svíþjóð.

Ef þú ert meðlagsþegi og flytur til Danmerkur, Finnlands, Íslands eða Noregs getur þú hins vegar ekki haldið áfram að þiggja framfærslustyrk frá Försäkringskassan. Hafðu samband við samsvarandi stofnun í landinu sem þú flytur til ef þú vilt fá upplýsingar um hvernig sótt er um meðlag í því landi.

Hvert er hægt að snúa sér með spurningar?

Ef þú ert með spurningar um meðlag eða framfærslustyrk getur þú haft samband við Försäkringskassan í síma +46 (0)771 524 524.

Nánari upplýsingar

Í alþjóðlegum aðstæðum í tengslum við meðlag á Norðurlöndum gildir Norðurlandasamningurinn um innheimtu meðlagsgreiðslna. Auk þess gilda eftirfarandi sáttmálar og samningar um samstarf milli Svíþjóðar og annarra Norðurlanda á þessu sviði: New York-sáttmálinn (Danmörk), reglugerð ESB um framfærsluskyldu (Finnland), Lúganósamningurinn (Ísland) og Haagsáttmálinn og Lúganósamningurinn (Noregur).

Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna