Skattur í Svíþjóð

Skat i Sverige
Hér eru gefnar upplýsingar um hvernig á að greiða skatt í Svíþjóð og hve mikið á að greiða. Einnig eru gefnar upplýsingar um skattkort, skattasvæði, skattframtöl og aðrar mikilvægar skattareglur sem eiga við þegar flutt er til og frá Svíþjóð.

Þú þarft að greiða skatt í því landi þar sem þú vinnur og aflar tekna. Ef býrð í Svíþjóð, ert með lögheimili í Svíþjóð eða með mikil tengsl við Svíþjóð berð þú fulla skattskyldu í Svíþjóð. Það þýðir að þú greiðir skatta af öllum tekjum þínum í bæði Svíþjóð og öðrum löndum.

Svíþjóð hefur gert tvísköttunarsamninga við flest ESB-/EES-lönd, svo þú þarft ekki að greiða skatt af sömu tekjum í tveimur löndum. Ákvarðanir í tvísköttunarsamningum við önnur land geta þess vegna haft í för með sér takmarkaða skattlagningu í Svíþjóð þrátt fyrir að þú berir fulla skattskyldu í Svíþjóð.

Skattkort í Svíþjóð

Ef þú ert skráð(ur) í þjóðskrá í Svíþjóð og vilt byrja að starfa í Svíþjóð skaltu hafa samband við sænsk skattyfirvöld, Skatteverket, til að fá skattkort (A-skattseðil). Skattkort gera vinnuveitendum kleift að draga skatta frá launum starfsmanna og greiða félagslegar greiðslur (gjöld vinnuveitanda).

Skattlagning launa í Svíþjóð

Þegar þú starfar í Svíþjóð dregur vinnuveitandinn þinn skatt af laununum þínum áður en þú færð útborgað. Vinnuveitandinn greiður sænskum skattyfirvöldum skattinn mánaðarlega.

Hve mikinn skatt þú greiðir í Svíþjóð

Á launaseðlum kemur fram hve mikill skattur er greiddur. Það hve mikill skattur er dreginn af launum þínum fer eftir því hvaða í skattþrepi þú ert. Skatthlutfall ræðst meðal annars af því í hvaða sveitarfélagi þú býrð í og hvort þú sért í sænsku þjóðkirkjunni eða öðrum trúarsamtökum.

Á vefsíðu Skatteverket má sjá hver skattur sveitarfélagsins er og hve mikið skal greiða í útfararskatt með því að hlaða niður skatttöflu.

Einstaklingur sem á heima og stundar vinnu í Svíþjóð greiðir mismundandi tegundir skatta. Á vefsíðum Skatteverket má finna upplýsingar um sköttun á launum, lífeyri, hlutabréfum, verðbréfum, hlunnindum og sölu eigna.

Álagningarseðill í Svíþjóð

Ef þú átt á greiða skatta eða önnur gjöld í Svíþjóð færðu skattasvæði hjá sænskum skattyfirvöldum, Skatteverket. Á skattasvæðinu sérðu inngreiðslur þínar, staðgreiðsluskatt og endanlegan skatt í tengslum við álagningarseðilinn (skattebesked).

Þegar Skatteverket hefur farið yfir skattskýrslu þína (deklaration) er endanlegur skattur reiknaður. Niðurstaða útreikningsins kemur fram á álagningarseðlinum. Þegar Skatteverket hefur lokið við að fara yfir skattskýrsluna þína færðu send skilaboð um það og færð um leið álagningarseðil.

Skattur þegar flutt er frá Svíþjóð

Starf og búseta ráða hvar skuli greiða skatt og af hverju þegar flutt er frá Svíþjóð.

Ef þú flytur frá Svíþjóð gætir þú áfram borið fulla skattskyldu í Svíþjóð ef þú hefur verð með lögheimili í Svíþjóð og haft mikil tengsl við landið. Skatteverket getur metið sem svo að tengsl þín við Svíþjóð séu mikil ef þú átt til dæmis fjölskyldu þar, húsnæði eða ef þú ert með einstaklingsrekstur eða rekur þar fyrirtæki.

Ef tengsl þín við Svíþjóð eru ekki mikil eftir flutning frá Svíþjóð lýkur skattskyldu þinni þegar þú flytur frá Svíþjóð. Að öðrum kosti lýkur skattskyldu þegar tengslin teljast ekki lengur vera mikil.

Ef þú ert sænskur ríkisborgari eða hefur búið í Svíþjóð í minnst tíu ár og getur ekki sýnt fram á að þú hafir ekki lengur mikil tengsl við Svíþjóð metur Skatteverket sem svo að þú hafir mikil tengsl við Svíþjóð í fimm ár eftir flutninginn frá Svíþjóð.

Spurningar um skatta í Svíþjóð

Hafðu samband við Skatteverket til að fá nánari upplýsingar varðandi sköttun þegar flutt er til Svíþjóðar frá öðru norrænu ríki til að stunda vinnu eða nám og hvað á við um þínar aðstæður.

Nánari upplýsingar um skattlagningu milli Norðurlanda er að finna á nordisketax.net. Norræna skattagáttin (Nordisk eTax) er samstarf milli skattayfirvalda í norrænu ríkjunum.

Á Nordisk eTax má finna nánari upplýsingar um skatta þegar flutt er til eða frá norrænum löndum og ef þú býrð í einu norrænu landi en aflar tekna eða átt eignir í öðru.

Samband við yfirvöld
Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna