Skattur í Svíþjóð

Skat i Sverige
Hér er er að finna upplýsingar um skattareglur í Svíþjóð.

Meginreglan er sú að greiða á skatt í því landi sem viðkomandi vinnur og aflar tekna. Þú átt ekki að greiða skatt í tveimur ríkjum vegna sömu tekna. Tvísköttunarsamningar sem gilda milli Svíþjóðar og flestra EES-landanna kveða á um þetta.

Þegar flutt er til Svíþjóðar og viðkomandi hefur verið skráður í þjóðskrá skal hafa samband við Skatteverket til þess að fá skattkort (A-skattkort). Skattkortið felur í sér að vinnuveitandinn getur dregið skatta af launum viðkomandi og greitt félagslegar greiðslur (greiðslur atvinnurekenda).

Einstaklingur sem á heima og stundar vinnu í Svíþjóð greiðir mismundandi tegundir skatta. Á vefsíðu Skatteverket má meðal annars finna upplýsingar um sköttun á launum, lífeyri, hlutabréfum, verðbréfum, hlunnindum og sölu eigna.

Starf og búseta ráða hvar skuli greiða skatt og af hverju þegar flutt er frá Svíþjóð.

Almennar upplýsingar um skatta þegar búið er í einu norrænu landi með tekjur frá öðru er að finna á norrænu skattavefgáttinni Nordisk eTax.

Frekari upplýsingar varðandi sköttun þegar flutt er til Svíþjóðar frá öðru norrænu ríki til að stunda vinnu eða nám má fá hjá Skatteverket.

Samband við yfirvöld
Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu skaltu fylla út eyðublaðið hérna:

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna