SuomiAreena 2022

alt=""

Suomi Arena

Ljósmyndari
Maarit Laakkonen
11.-15. júlí 2022: Suomi Areena í Finnlandi

Lýðræðishátíðin SuomiAreena fer fram á ný í ár en þar gefst finnskum almenningi kostur á að koma saman og ræða stjórnmál á stærsta vettvangi ársins fyrir samfélagsumræður.

Fulltrúar norræns samstarfs taka þátt í umræðum í Pori um brýn málefni með þátttöku þekktra Norðurlandabúa á fimm umræðufundum. Þar af verða þrír haldnir á sviðum MTV3. Verið velkomin!

Umræðufundir okkar á Suomi Areena 2022

12. júlí kl. 10.00: Tungumál á Norðurlöndum – hvert er hlutverk sænskunnar í norrænu samstarfi á okkar tímum?

Sögulega eru tengsl Norðurlandanna menningarleg, í gegnum tungumálin og pólitísk. En hversu vel skiljum við í raun skandinavísku tungumálin og hvað segir það um samheldni þjóðanna.

 

12. júlí kl. 13.00: Græn stafræn umskipti

Hvernig eiga græn stafræn umskipti að takast í Finnlandi og á Norðurlöndum? Í Finnlandi er stafvæðingin skemmst á veg komin á Norðurlöndum: Hvað getum við lært af grönnum okkar á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjunum?

Staður: MTV-lava, Pori 

13. júlí kl. 14.00: Hættustjórnun og neyðarviðbúnaður á Norðurlöndum

Innrás Rússa í Úkraínu hefur haft mikil áhrif í Finnlandi og á Norðurlöndum öllum sem sjá sig nú knúin til að skoða öryggismál sín í nýju ljósi. Hver er staða Norðurlandanna nú - og hvert stefnum við? Til hvaða úrræða ættu Norðurlöndin að grípa til að tryggja frið og stöðugleika á svæðinu?

Staður: Kaupungintalon piha, Pori 

13. júlí kl. 17.00: Norræni faðmurinn – er hann eins hlýr og við höldum?

Innrás Rússa í Úkraínu hefur hrundið af stað straumi flóttafólks sem hefur aldrei vaxið eins ört frá því að seinni heimsstyrjöld lauk. Hvernig getum við tryggt að flóttafólkið fái góðar móttökur? Hvað lærðum við af því sem gerðist árið 2015? Og hvað getum við lært af norrænum nágrönnum okkar?

Staður: Raatihuoneenpuiston lava, Pori

14. júlí kl. 8.30: Sjálfbær byggingariðnaður í framtíðinni á Norðurlöndum

Um 40 prósent kolefnislosunar á heimsvísu kemur frá byggingariðnaði, aðallega frá byggingarefnum, nýbyggingum og niðurrifi. Góðu fréttirnar eru þær að við getum gert ýmislegt til að bæta úr því og þegar hefur talsvert verið gert á Norðurlöndum.

Staður: Café Tori, Pori