Um stjórnsýsluhindranir á Norðurlöndum

Það á að vera hægt að flytja, ferðast til vinnu, stunda nám og reka fyrirtæki þvert á landamæri Norðurlandanna án þess að eiga á hættu að lenda milli steins og sleggju eða rekast á hindranir vegna óskýrra laga eða reglna. Opin Norðurlönd eru öllum til gagns. Vinnan við afnám stjórnsýsluhindrana á Norðurlöndum miðar að því að skapa opnari Norðurlönd.

Vinnan við afnám stjórnsýsluhindrana á Norðurlöndum er eitt af 14 verkefnum sem unnin eru innan ramma hnattvæðingarstarfs norrænu ríkisstjórnanna. Markmiðið er annars vegar að afnema nokkar hindranir á hverju ári, og hins vegar að koma í veg fyrir að nýjar hindranir verði til vegna lagasetninga í þjóðlöndunum.

Undanfarin ár hafa fjölmargir ólíkir aðilar tekið þátt í að auðvelda starfsemi þvert á landamæri með því að aðvelda aðgang að upplýsingum. Opnari Norðurlönd eru í þágu margra og það eru margir sem vinna að því að gera Norðurlöndin opnari.

Sameiginlegur vinnumarkaður

Norðurlöndin hafa lengi haft sameiginlegan vinnumarkað. Með skiptum á starfsafli hafa Norðurlöndin síðan á sjötta áratug síðustu aldar getað jafnað út ójafnvægi milli landa þar sem ójafnvægi hefur verið milli atvinnu og eftirspurnar eftir starfsafli.

Norðurlöndin hafa verið í betri aðstöðu til þess að takast á við hagsveiflur með sameiginlegum vinnumarkaði og þar með hefur þróunin verið meiri en annars hefði verið. Flutningur starfsafls milli landa er enn mikilvægur, ekki síst á landamærasvæðum Noðrurlandanna.

Norrænt atvinnulíf

Undanfarna áratugi hefur samþætting í norrænu atvinnlífi einnig aukist.

Hlutfall norrænu grannríkjanna í inn- og útflutingi hvers annars er mjög hátt. Samkvæmt rannsóknum sem gerðar hafa verið á undanförnum árum hefur það komið í ljós að stærsta hindrun fyrirtækja sem vilja starfa þvert á norrænu landamærin er hversu erfitt er að finna nauðsynlegar upplýsingar um regluverk og fleira í öðrum löndum. Einnig er bent á að spurningar um skattamál séu erfiðar.

Atvinnulíf sem getur starfað óhindrað þvert á landamæri Norðurlandanna er í þágu allra viðkomandi landa. Þess vegna er sífellt verið að setja í gang ýmis verkefni til að finna lausnir til þess að afnema stjórnsýsluhindranir á sviði atvinnulífs.

Haldnir eru ýmsir viðburðir og kaupstefnur jafnframt því að veittar eru upplýsingar til þess að örva og auðvelda lífið, norrænum fyrirtækjum sem vilja starfa þvert á landamæri.

Norðurlöndin og umheimurinn

Öll Norðurlöndin eru tengd Evrópusambandinu sterkum böndum, annað hvort með aðild að ESB eða sérstökum EES samningi.

Það þýðir að Norðurlöndin eru hluti af innri markaði ESB á flestum sviðum. Með tengslunum við ESB eru Norðurlöndin einnig skuldbundin til að fylgja hinum ýmsu fyrirmælum og tilskipunum sem samþykktar eru á Evrópuvettvangi.

Margar þeirra fjalla um frjálsa för einstaklinga innan ESB/EES og sameiginlegan evrópskan markað. Á þennan hátt er samspil milli norænnar baráttu fyrir opnum Norðurlöndum og sömu baráttu í Evrópu.

Markmiðið í báðum tilfellum er að nýta betur tækifæri Norðurlandanna og Evrópu með því að fækka þeim hindrunum sem pólitísk landamæri landanna mynda.

Framkvæmdaáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar um framtíðarsýn fyrir árið 2030

Framkvæmdaáætlunin lýsir því hvernig Norræna ráðherranefndin mun vinna að því að uppfylla markmið framtíðarsýnarinnar með röð verkefna sem tengjast þremur stefnumarkandi áherslum: Græn Norðurlönd, samkeppnishæf Norðurlönd og félagslega sjálfbær Norðurlönd. Tólf markmið hafa verið sett fyrir þessar stefnumarkandi áherslur. Stefnumarkandi áherslurnar og markmiðin munu vísa veginn í starfi Norrænu ráðherranefndarinnar næstu fjögur árin. Framkvæmdaáætlunin er í tólf hlutum og fjallar hver þeirra um eitt markmið