Taktu þátt í norrænum loftslagsumræðum þann 17. nóvember!

12.11.20 | Fréttir
promenade operaen i Oslo
Photographer
Gunnar Ridderstrøm
Heimsfaraldur Covid-19 hefur vissulega valdið frestun á loftslagsviðræðunum en starfið hefur þó ekki staðnað alveg. Á umræðufundinum CHOOSING GREEN þann 17. nóvember 2020 mun hið pólitíska samstarf á Norðurlöndum safna liði og hugmyndum fyrir loftslagsviðræður næsta árs. Á meðal umræðuefna verða loftslagsaðgerðir, samkeppnishæfni, menntun og félagslega sjálfbær umskipti. Sumt af hæfileikaríkasta fólki Norðurlanda tekur þátt – og þú getur verið með, því öll dagskráin verður sýnd í beinu streymi.

Á umræðufundinum CHOOSING GREEN verður rýnt í nokkur hinna stóru og flóknu sviða sem skipta sköpum fyrir hnattræn græn umskipti. Hvað getum við á Norðurlöndum lagt af mörkum? Og dugir það til?

Í þrennum tveggja tíma umræðum verður kafað dýpra í þrjár hliðar grænna umskipta. Fyrirlestrar og pallborðsumræður varpa ljósi á hlutverk Norðurlanda í alþjóðlegu starfi að loftslagsmálum, áskoranir tengdar félagslega sjálfbærum grænum umskiptum, afleiðingarnar fyrir samkeppnishæfni okkar og nauðsynlegar breytingar á menntakerfum okkar. Hvernig búum við okkur undir sjálfbærari framtíð?

Þátttakendur í pallborðsumræðunum verða ungir loftslagsaðgerðasinnar, stjórnmálafólk, leiðtogar félagasamtaka og fulltrúar úr iðnaði. Þar á meðal eru António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, Emma Holten, femínisti og ráðgjafi hjá Oxfam IBIS, Helena Thybell, framkvæmdastjóri sænsku samtakanna Red Barnet, Anne Højer Simonsen, aðstoðarframkvæmdastjóri hjá Dansk Industri, Stefano Scarpetta, forstjóri Vinnu- og félagsmálastofnunar OECD, Amos Wallgren loftslagsaðgerðasinni og Bernt G. Apeland, framkvæmdastjóri Rauða krossins í Noregi.

Loftslagsbreytingar eru langstærsta ógnin við réttindi barna og hætt er við því að áratuga þróunarstarf fari fyrir róða. Alþjóðasamfélagið og leiðtogar heimsins verða að forgangsraða réttindum barna og annarra viðkvæmra hópa í loftslagsstefnumótun og aðgerðum.

Helena Thybell, framkvæmdastjóri sænsku samtakanna Red Barnet

Viðburðinum er skipt í þrjá hluta og hefur hver hluti sína áherslu á græn umskipti:

Kl. 10 – 12 (GMT+1): A GREEN NORDIC REGION: How far have we come? 

Kl. 13 – 15 (GMT+1): THE GREEN TRANSITION: Consequences fro Nordic jobs and skills? 

Kl. 16 – 18 (GMT+1): BRAVE NEW SUSTAINABLE WORLD: The Nordic model under pressure? 

Takið þátt í umræðunum

Hvað er brýnast af öllu í loftslagsmálunum? Á CHOOSING GREEN verður hægt að bera upp spurningar eftir hverja pallborðsumræðu. Mættu þann 17. nóvember með spurninguna sem brennur mest á þér. Sjáum til þess að umræðan verði bitastæð. Athugið að viðburðurinn fer fram á ensku. 

Choosing Green er alþjóðlegur heilsdagsviðburður sem Norræna Ráðherranefndin stendur fyrir.
Umræðuviðburðurinn fer fram þriðjudaginn 17. nóvember milli klukkan 10 og 18 (GMT +1) og verður sýndur í beinu streymi á Norden.org og á Facebook.