Atvinnu- og dvalarleyfi í Noregi
Norrænir ríkisborgarar
Norrænum ríkisborgurum er frjálst að búa, starfa eða stunda nám í Noregi án sérstaks atvinnu- eða dvalarleyfis. Þeir þurfa ekki heldur að skrá sig hjá lögregluyfirvöldum þegar þeir flytja til Noregs.
Fylgja þarf norskum reglum um skráningu í þjóðskrá og uppfylla kröfur sem eru gerðar um skráða búsetu í Noregi.
Ríkisborgarar ESB-/-EES-ríkja
Ríkisborgurum annarra landa en Norðurlanda innan ESB/EES er frjálst að ferðast til Noregs og dveljast þar í allt að þrjá mánuði.
Ef þú hyggst dveljast í Noregi lengur en í þrjá mánuði þarftu að skrá þig inn í landið. Engu máli skiptir hvort þú hyggst vinna, stunda nám eða ert ættingi fólks sem býr í Noregi. Skráningin fer fram hjá lögreglu í því sveitarfélagi sem þú býrð í.
Breskir ríkisborgarar eru ekki lengur ESB- eða EES-borgarar. Reglur um dvalarleyfi breskra ríkisborgara eftir Brexit er að finna á tenglinum á UDI hér að neðan.
Ríkisborgarar landa utan ESB/EES-svæðisins
Ríkisborgarar landa utan ESB/ EES-svæðisins þurfa að kanna hvaða reglur gilda um þá hjá norsku útlendingastofnuninni, Utlendingsdirektoratet, UDI.
Dvalarleyfi í einu norrænu landi veitir ekki sjálfkrafa dvalarleyfi í öðru norrænu landi. Hafðu því samband við norsk yfirvöld (UDI) ef þú hefur dvalarleyfi í öðru norrænu landi en vilt flytja til Noregs.
Norsk yfirvöld krefjast ekki vegabréfsáritunar til að ferðast til Svalbarða en þar sem vegabréfsáritun þarf til að ferðast til Noregs/Schengen þarf vegabréfsáritun þegar ferðast er um Noreg/Schengen á leið til eða frá Svalbarða. Mikilvægt er að tryggja að fá leyfi fyrir tveimur komum í vegabréfsárituninni til að geta farið aftur inn á Schengen-svæðið (meginland Noregs) eftir dvölina á Svalbarða.
Viltu fá nánari upplýsingar um flutninga til Noregs?
Hér að neðan má finna upplýsingar um flutning til Noregs.
Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.
ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.