Atvinnu- og dvalarleyfi í Noregi

Arbeids- og oppholdstillatelse i Norge
Hér er að finna upplýsingar um atvinnu- og dvalarleyfi í Noregi fyrir ríkisborgara landa innan og utan Norðurlanda.

Norrænir ríkisborgarar

Norrænum ríkisborgurum er frjálst að búa og starfa í Noregi án þess sérstaks atvinnu- eða dvalarleyfis. Norrænir ríkisborgarar þurfa ekki að skrá sig hjá lögregluyfirvöldum þegar þeir flytja til Noregs. Þó þarftu að fylgja norskum reglum um skráningu í þjóðskrá.

  Ríkisborgarar ESB/ EES-ríkja

  Ríkisborgurum annarra landa en Norðurlanda innan ESB/EES er frjálst að ferðast til Noregs og dveljast þar í allt að þrjá mánuði.

  Ef þú hyggst dveljast í Noregi lengur en í þrjá mánuði þarftu að skrá þig inn í landið. Engu máli skiptir hvort þú hyggst vinna, stunda nám eða ert ættingi fólks sem býr í Noregi. Skráningin fer fram hjá lögreglu í því sveitarfélagi sem þú býrð í. 

  Ríkisborgarar landa utan ESB/EES-svæðisins

  Ríkisborgarar landa utan ESB/ EES-svæðisins þurfa að kanna hvaða reglur gilda um þá hjá norsku útlendingastofnuninni, Utlendingsdirektoratet, UDI. 

  Dvalarleyfi í einu norrænu landi veitir ekki sjálfkrafa dvalarleyfi í öðru norrænu landi. Þú verður að kanna hjá útlendingastofnun viðkomandi lands hvort þú getir flutt þangað. 

  Þegar um er að ræða ferðalög til Svalbarða þá krefjast  norsk yfirvöld ekki vegabréfsáritunar, en þar sem það er vegabréfsáritunarskylda til Noregs/Schengen, þá verður viðkomandi að vera með vegabréfsáritun ef farið er í gegnum Noreg/Schengen til eða frá Svalbarða. Það er mikilvægt að tryggja að viðkomandi hafi í vegabréfsárituninni leyfi til þess að fara tvisvar inn í landið, til þess að geta snúið aftur til Schengen-svæðisins (meginlands Noregs) eftir dvöl á Svalbarða.

  Samband við yfirvöld
  Spurning til Info Norden

  Ef þú ert með spurningu skaltu fylla út eyðublaðið hérna:

  ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

  Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
  Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna