Endurhæfing á Grænlandi

Revalidering i Grønland
Hér er að finna upplýsingar um möguleika til endurhæfingar á Grænlandi og um rétt til hennar.

Endurhæfing er aðstoð fyrir fólk sem á erfitt með að taka virkan þátt á vinnumarkaði. Það getur stafað af heilsubresti, andlegri eða líkamlegri fötlun eða félagslegum ástæðum, svo sem langvarandi atvinnuleysi eða erfiðleikum sem snúa að fjölskyldu eða persónulegum högum.

Endurhæfing á Grænlandi á að hjálpa fólki með skerta starfsgetu inn á vinnumarkað og auka þannig möguleika þess á að sjá sér og fjölskyldu sinni farborða.

Hvaða möguleikar eru í boði á Grænlandi?

Majoriaq er þjónusta sem stendum atvinnulausum til boða í öllum grænlenskum bæjum. Þjónustumiðstöðvar Majoriaq eru reknar af sveitarfélögunum og þar fá atvinnulausir íbúar aðstoð við að greiða úr sínum málum og ráðgjöf fyrir nám og vinnumarkað.

Majoriaq hefur tengsl við atvinnulífið og getur komið á tengslum milli atvinnuleitanda og vinnustaða. Að auki býður Majoriaq bæði bóklega og verklega endurmenntun fyrir atvinnulausa til að auka möguleika þeirra á að fá atvinnu eða inngöngu í nám.

Þannig eru þjónustumiðstöðvarnar lykill atvinnulausra að bæði menntun, vinnumarkaði og atvinnulífi. Atvinnulausir sem þurfa sérstakan stuðning til að komast á vinnumarkað útbúa endurhæfingaráætlun í samstarfi við ráðgjafa sem má gjarnan innihalda bestu útkomu sem hinn atvinnulausi sér fyrir sér. Dæmi um aðgerðir sem áætlunin getur innihaldið:

  • Endurmenntun eða annað nám
  • Önnur starfsemi sem undirbýr fólk fyrir vinnumarkað
  • Endurhæfing innan fyrirtækis

Áður en endurhæfing hefst skal gera úttekt á stöðu hins atvinnulausa og í kjölfarið fer fram vinnuprófun. 

Hafi allar aðrar leiðir til að komast í vinnu við venjuleg skilyrði verið reyndar er hægt að bjóða viðkomandi sveigjanlegt starf. Í því felst að vinna hlutastarf á fullum launum og er hluti launanna þá greiddur af hinu opinbera.

Átt þú rétt á endurhæfingu á Grænlandi?

Sveitarfélagið ákveður hvort þú átt rétt á endurhæfingu. Ákvörðunin stjórnast af því hvort ýmis skilyrði teljist uppfyllt.

Ekki þarf að hafa búið á Grænlandi í tiltekinn tíma til þess að eiga rétt á endurhæfingu eða sveigjanlegu starfi á Grænlandi.

Hvað gerist ef þú flytur til annars norræns ríkis?

Sé dvöl í öðru norrænu landi liður í endurhæfingaráætlun þinni hefur þú möguleika á að taka endurhæfingarstyrkinn með þér. Það þarf einnig að vera samþykkt af landinu sem þú flytur til.

Sveigjanlegt starf er hins vegar ekki hægt að flytja með sér frá Grænlandi.

Hvernig er sótt um?

Þjónustumiðstöðvar Majoriaq taka við umsóknum um endurhæfingu.

Samband við yfirvöld
Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna