Tannlæknaþjónusta á Grænlandi

Foto: Barn, Vinter, Nuuk centrum
Ljósmyndari
Mats Bjerde
Allir þeir sem eru með fasta búsetu á Grænlandi og eru skráðir í þjóðskrá þar eiga rétt á ókeypis tannlæknaþjónustu. Öll þjónustan er fjármögnuð af hinu opinbera og er því ókeypis fyrir hvern einstakling. Gera þarf ráð fyrir biðtíma vegna annarrar læknismeðferðar en bráðaaðgerða.

Heilbrigðiskerfið á Grænlandi

Í bæjum með yfir 500 íbúa eru að jafnaði tannlæknastofur. Tannlæknastofurnar sinna almennu tanneftirliti, holufyllingu, rótfyllingu, tannréttingum, sérfræðitannaðgerðum og meðferð vegna gervitanna.

Boðið er upp á almennt tanneftirlit og heimsóknir í skóla og aðrar stofnanir þar sem börn, starfsmenn og foreldrar fá leiðbeiningar um tannburstun og tannhirðu. Allir byggðakjarnar, að þeim allra minnstu undanskildum, fá árlega heimsókn frá þeirri tannlæknastofu sem þeir heyra undir. Tannlæknirinn upplýsir um tímapöntun og fleira með auglýsingum á hverjum stað.

Í Nuuk er einnig einkarekin tannlæknastofa. Halló Norðurlönd birta ekki krækjur til einkafyrirtækja. Upplýsingar um þau er að finna í símaskrá Nuuk og í vikublaði sem þar er gefið út.

Tannlæknastofur á vegum opinbera heilbrigðiskerfisins:

Opholder du dig kun midlertidigt i Grønland har du kun ret til nødvendig tandbehandling. Der gælder de samme regler for alle sundhedsvæsenets ydelser for nordiske statsborgere fra andre nordiske lande end Danmark og Færøerne. Reglerne finder du i artiklen:

Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu skaltu fylla út eyðublaðið hérna:

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna