Upplýsingar um flutning til Álandseyja fyrir fólk með fötlun

Á Álandseyjum eru 16 sveitarfélög stór og smá og í þeim eru mismunandi efnahagslegar aðstæður. Sum sveitarfélaganna bjóða upp á íbúðir fyrir fólk með fötlun. Möguleikarnir á að fá íbúð eru mismunandi eftir sveitarfélögum og eftir því hvernig íbúð þörf er á.
Við hvern hef ég samband vegna þjónustu við fatlaða á Álandseyjum?
Nýstofnuð félagsþjónusta sveitarfélaganna á Álandseyjum (KST) ber ábyrgð á nánast allri félagsþjónustu á Álandseyjum frá og með árinu 2021. Ef þú ætlar að sækja um þjónustu fyrir fatlaða skaltu hafa samband við KST en ekki sveitarfélögin. Á síðu KST um þjónustu við fatlaða getur þú lesið þér til um hverjar skyldur KST eru samkvæmt lögum um þjónustu við fatlaða, hvaða bætur og stuðning er hægt sækja um og fleira.
Ålands handikappförbund r.f.
Ålands handikappförbund r.f. er samstarfsstofnun samtaka fólks með fötlun og samtaka sjúklinga á Álandseyjum. Verkefni stofnunarinnar eru meðal annars að fylgjast með málefnum fatlaðra og grípa til aðgerða tengdum þeim, veita upplýsingar um fötlun, aðstoða aðildarsamtökin og halda úti sameiginlegri skrifstofu. Á vefsíðu stofnunarinnar má finna tengla á vefsíður allra aðildarsamtakanna á Álandseyjum. Þau bjóða upp á þjónustu umboðsmanns sem hjálpar þér að fá rétta aðstoð. Umboðsmaðurinn starfar fyrir umbjóðanda sinn óháð yfirvöldum og heilbrigðisþjónustu.
Nánari upplýsingar
Síður landsstjórnar Álandseyja um fötlun:
Ef þú ert með spurningu skaltu fylla út eyðublaðið hérna:
ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.