Kynning Norðurlanda á alþjóðavettvangi

Munchies Festival presents The Nordics
Photographer
Vice Media
Norðurlönd hafa meðbyr á alþjóðavettvangi. Með því að kynna Norðurlönd í sameiningu viljum við leggja áherslu á það sem við eigum sameiginlegt: Sameiginleg sjónarmið okkar, gildi og menningu sem á sér rætur í sameiginlegri sögu.

Að ósk samstarfsráðherra Norðurlanda hefur skrifstofa Norrænu ráðherranefndarinnar mótað áætlun um að kynna og marka Norðurlöndum stöðu á alþjóðavettvangi. Margir hafa komið að gerð áætlunarinnar, jafnt aðilar utan Norðurlanda, úr opinbera geiranum og einkageiranum á Norðurlöndum og úr samstarfsnetum norræns samstarfs. Skrifstofa Norrænu ráðherranefndarinnar hefur með höndum umsýslu og samhæfingu starfs sem tengist áætluninni í náum tengslum og samstarfi við norrænu löndin.

Norðurlöndin hafa sameiginleg gildi á borð við gagnsæi, traust, frumlega hugsun, sjálfbærni og mannúð. Nú á að gera þessi gildi, og mörg önnur, sýnilegri og kynna þau í tengslum við metnaðarfullt átak sem á að senda þau skilaboð að Norðurlönd séu öflugri ef þau vinna saman en ef þau starfa hvert í sínu horni.

Í áætluninni eru lagðar línur fyrir það hvernig hægt er að kynna Norðurlönd og hagsmunaaðila sem tengjast þeim á alþjóðavettvangi. Öllum er frjálst að nýta hana, einnig aðilum utan opinbers samstarfs Norðurlanda.

Norðurlönd hafa meðbyr um þessar mundir. Það viljum við nýta og því ýtum við úr vör kynningarverkefni sem nýtur stuðnings fimm samstarfsráðherra. Verkefninu er ætlað að fanga sameiginleg gildi, tákn, reynslu og hugmyndatengsl Norðurlanda og marka Norðurlöndum stöðu og sýna sérkenni þeirra í samanburði við aðra heimshluta.