Atvinnu- og dvalarleyfi í Svíþjóð

Arbejdstilladelse og opholdstilladelse i Sverige
Hér er er að finna upplýsingar um atvinnuleyfi og dvalarleyfi í Svíþjóð. Þú getur kynnt þér hvaða reglur gilda um dvöl og störf í Svíþjóð fyrir norrænna ríkisborgara, ríkisborgara ESB/EES eða ríkisborgara landa utan ESB/EES.

Sameiginlegi norræni vinnumarkaðurinn er hornsteinn norræns samstarfs Árið 1954 gerðu Norðurlöndin með sem samkomulag um sameiginlegan norrænan vinnumarkað sem gefur norrænum ríkisborgurum rétt frjálst að hefja störf og setjast að í öðru norrænu landi.

Norrænir ríkisborgarar í Svíþjóð

Ef þú ert norrænn ríkisborgari er þér frjálst að flytja til Svíþjóðar, dvelja þar og starfa. Þú þarft hvorki vegabréfsáritun, atvinnuleyfi né dvalarleyfi.

Þú getur dvalið í Svíþjóð í allt að eitt ár. Ef þú hyggst dvelja lengur en eitt ár í Svíþjóð þarftu að skrá lögheimili þitt þar í landi. Þú getur lesið nánar um það á síðunni um skráningu í þjóðskrá.

Ríkisborgarar ESB/EES í Svíþjóð

  Ef þú ert ríkisborgari í ESB/EES-landi, ert í launavinnu, starfar sjálfstætt, stundar nám eða geturðu séð fyrir þér geturðu dvalist í Svíþjóð. Með dvalarleyfi er átt við að þú sem ESB/EES-borgari getur dvalið í Svíþjóð lengur en í þrjá mánuði án sérstaks dvalarleyfis. Ef þú uppfyllir skilyrðin hefurðu sjálfkrafa dvalarleyfi í Svíþjóð og þarft ekki að hafa samband við útlendingastofnun, Migrationsverket.

  Við komuna til Svíþjóðar þarftu engu að síður að vera með vegabréf eða persónuskilríki sem sýna ríkisfang þitt.

  Ef þú átt ættingja sem eru ríkisborgarar í landi utan ESB þurfa þeir að sækja um dvalarskírteini. Til þess að umræddir ættingjar geti fengið dvalarskírteini þarft þú að geta sýnt fram á að þú uppfyllir dvalarskilyrði í Svíþjóð þar sem þú starfar, stundar nám eða getur framfleytt þér og fjölskyldu þinni.

  Ef þú ert svissneskur ríkisborgari þarftu að sækja um dvalarleyfi.

  Þú skráir lögheimili þitt í Svíþjóð hjá Skatteverket.

  Ef þú ert ríkisborgari í ESB/EES-landi, starfar í Svíþjóð en býrð í öðru ESB/EES-landi sem þú ferð til einu sinni eða oftar á viku áttu ekki að skrá lögheimili þitt í Svíþjóð.

  Ríkisborgarar landa utan ESB/EES sem eru búsettir í ESB

   Ef þú hefur búið í ESB-landi en ert ekki ríkisborgari í ESB-landi geturðu að ákveðnum skilyrðum uppfylltum fengið stöðu útlendings með fasta búsetu þar í landi. Þá nýturðu sömu réttinda og ríkisborgarar ESB-landa.

   Ríkisborgarar landa utan ESB/EES

   Ef þú ert ekki ríkisborgari í ESB-/EES-landi þarftu að sækja um dvalarleyfi til að geta búið í Svíþjóð.

   Upplýsingar um umsóknir um dvalarleyfi í Svíþjóð er að finna á vefsíðu Migrationsverket.

   Spurning til Info Norden

   Ef þú ert með spurningu skaltu fylla út eyðublaðið hérna:

   ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

   Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
   Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna