Norræna ráðherranefndin um menningarmál (MR-K)

Menningarmálaráðherrar Norðurlanda, Álandseyja, Færeyja og Grænlands, bera aðalábyrgð á menningarmálasamstarfi Norrænu ráðherranefndarinnar. Meginmarkmið norræns menningarsamstarfs er að stuðla að fjölbreytilegri menningartjáningu, að koma listafólki og verkum þess á framfæri ásamt því að auka gæði og samkeppnishæfni norræns menningarlífs. Samstarfið á jafnframt að efla og þróa menningarlega ímynd Norðurlanda á alþjóðavettvangi, meðal annars á sviði kvikmynda, hönnunar og barnamenningar.

Menning og listir á Norðurlöndum eru mikilvægur þáttur í opinberu norrænu samstarfi. Miklar breytingar hafa orðið á skipulagi menningarsamstarfsins allt frá árinu 2007. Sú þróun heldur áfram á næstu árum þar sem áskoranir í heiminum en einnig í samfélögum Norðurlanda krefjast aðlögunar á forsendum fyrir norrænu samstarfi um menningarmál

Ráðherranefndin um menningarmál hefur til umráða um 170 milljónir danskra króna á ári. Stórum hluta fjárins er varið í styrki til verkefna sem listafólk og aðrir þátttakendur í menningarlífi sækja um hjá Norræna menningarsjóðnum og áætlunum ráðherranefndarinnar (Menningar- og listaáætluninni, Ferða- og dvalarstyrkjum milli Norðurlanda og Eystrasaltsríkja og Norrænum þýðingarstyrkjum). Annað fé rennur til reksturs norrænu húsanna og stofnananna og til menningarverðlaunanna fjögurra.

Mat sem gert var árið 2011, þegar fjögurra ára reynsla var komin á umbætur á norrænu samstarfi um menningarmál, leiddi í ljós að breytingarnar hefðu almennt tekist vel, reynslan væri góð og að aðeins væri þörf á minni háttar lagfæringum. Matið leiddi einnig í ljós að jafnvægi milli listræns frelsis og pólitískrar stýringar hefði aukist eftir 2007 og að jafnvægið þar á milli væri virt. Bent er á að enn gefist svigrúm til að skýra menningarpólitískar áherslur enn frekar.  

Fimm þemu

Í stefnumörkun um norrænt menningarsamstarf 2013–2020 eru fimm þemu í forgrunni. Þau eru:

  • Sjálfbær Norðurlönd:
  • Skapandi Norðurlönd;
  • Þvermenningarleg Norðurlönd;
  • Ung Norðurlönd;
  • Stafræn Norðurlönd.

Samstarfsvettvangur

Norræna ráðherranefndin um menningarmál (MR-K) fundar tvisvar á ári til að ræða og taka ákvarðanir um aðgerðir, sem styrkja samstarfið á sviðum þar sem sameiginlegar aðgerðir og stefnumótun hafa meiri áhrif en ef unnið væri í löndunum hverju fyrir sig.

Norræna embættismannanefndin um menningarsamstarf (EK-K) tengist ráðherranefndinni. EK-K er skipuð embættismönnum úr menningarmálaráðuneytum Norðurlandanna og Færeyja, Grænlands og Álandseyja.  Nefndin kemur saman fjórum sinnum á ári og undirbýr fundi ráðherranna og leiðir vinnuna við að koma menningarmálastefnunni til framkvæmda.

Skrifstofa Norrænu ráðherranefndarinnar í Kaupmannahöfn ber ábyrgð á daglegum rekstri norræns samstarfs. Menningar- og auðlindasvið (KR) undirbýr mál til meðferðar í ráðherranefndinni embættismannanefndinni sem henni tengist. Skrifstofan sér til þess að öllum ákvörðunum sem teknar eru sé framfylgt.

Norrænar stofnanir og samstarfsaðilar

Á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar eru ýmsar áætlanir og stofnanir sem hafa það að markmiði að hrinda menningarstefnunni í framkvæmd, meðal annars:

Umræður og skoðanaskipti

Norræna ráðherranefndin um menningarmál, MR-K, stendur fyrir ráðstefnum, málþingum og vinnustofum undir yfirskriftinni "Norrænn menningarvettvangur" Menningarvettvangurinn er í stöðugri þróun með það fyrir augum að hann nýtist enn betur sem tæki fyrir ráðherranefndina. 

Önnur framlög til menningarmála

Norræna ráðherranefndin vinnur að því að efla menningarsamstarf Norðurlanda. Viðfangsefni norræns menningarsamstarfs eru fjölbreytt, allt frá alþýðlegu félagsstarfi til vinnu einstakra listamanna. Árið 2011 ákvað ráðherranefndin að styðja eftirfarandi: