Tilnefningar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2022

29.03.22 | Fréttir
Collage med omslagen till Barn och ungdomslitteraturpriset 2022
Photographer
norden.org
13 norrænar myndabækur, unglingabækur og ljóðabækur eru tilnefndar til barna- og unglingabókmennta- verðlauna Norðurlandaráðs 2022. Ærslafull frásagnargleði, sérstæð kímni og angurværð skína í gegn í hinum tilnefndu bókum, þar sem fjölbreyttir möguleikar myndabókaformsins eru áberandi. Verðlaunin verða afhent í Helsinki þann 1. nóvember.

Bækurnar sem tilnefndar eru í ár fjalla meðal annars um erfið viðfangsefni á borð við fordóma og uppreisn æru og leiða okkur í gegnum stríð og hryðjuverkaárásir áleiðis að von og gagnkvæmum skilningi. Einnig er fjallað um kynhlutverk, sjálfsmynd og uppruna út frá rökvísi barna – og ævaforn kálfskinnshandrit öðlast nýtt líf. Að auki er náttúru, vistfræði og óvissu og ringulreið ástarinnar lýst á þeysispretti.

 

Eftirtalin verk eru tilnefnd til barna- og unglingabókmenntaverðlaunanna í ár:

Danmörk

Finnland

Færeyjar

Grænland

Ísland

Noregi

Samíska málsvæðið

Svíþjóð

 

Dómnefndir skipaðar fulltrúum frá löndunum hafa tilnefnt verk til barna- og unglingabókmenntaverðlaunanna.

Verðlaunin afhent þann 1. nóvember

Handhafi barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2022 verður kynntur þann 1. nóvember í Helsinki við verðlaunaathöfn í beinni útsendingu í tengslum við þing Norðurlandaráðs. Verðlaunahafinn hlýtur að launum verðlaunagripinn Norðurljós og 300 þúsund danskar krónur.

Um barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs

Barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs voru veitt í fyrsta sinn árið 2013 að ósk norrænu menningarmálaráðherranna, sem höfðu um árabil viljað efla og vekja athygli á barna- og unglingabókmenntum á Norðurlöndum. Verðlaunin eru veitt fyrir fagurbókmenntaverk fyrir börn og unglinga sem samið er á einu af norrænu tungumálunum. Verkið getur sameinað texta og myndir og skal uppfylla strangar kröfur um bókmenntalegt og listrænt gildi.

Meet the 13 nominees for The Nordic Council Children and Young People's Literature Prize 2022.