Tilnefningar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2019

Ein af eftirtöldum myndabókum, teiknimyndasögum, skáldsögum og ljóðabókum mun svo hljóta verðlaunin í haust:
Danmörk
Finnland
Færeyjar
Grænland
Ísland
Noregur
Samíska málsvæðið
Svíþjóð
Álandseyjar
Dómnefnd skipuð fulltrúum frá löndunum hefur tilnefnt verk til barna- og unglingabókmenntaverðlaunanna.
Verðlaunin veitt 29. október
Handhafi barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2019 verður kynntur þann 29. október í Stokkhólmi í tengslum við þing Norðurlandaráðs. Verðlaunahafinn hlýtur verðlaunagripinn Norðurljós og 350 þúsund danskar krónur.
Um barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs
Barna- og unglingabókmenntaverðlaunin voru veitt í fyrsta sinn á þingi Norðurlandaráðs 2013 um leið og önnur verðlaun ráðsins, að ósk norrænu menningarmálaráðherranna sem höfðu um árabil viljað efla og vekja athygli á barna- og unglingabókmenntum á Norðurlöndum.
Um verðlaun Norðurlandaráðs
Norðurlandaráð veitir fimm verðlaun á ári hverju: bókmenntaverðlaun, kvikmyndaverðlaun, tónlistarverðlaun, umhverfisverðlaun og barna- og ungmennabókmenntaverðlaun. Markmið verðlaunanna er að auka áhuga á norrænu menningarsamfélagi og samstarfi um umhverfismál, svo og að vekja athygli á verkefnum sem skarað hafa fram úr á sviði lista eða umhverfismála.