Atvinnuleit í Svíþjóð

Person ved en computer
Ljósmyndari
Ali Yahya on Unsplash
Hér er að finna upplýsingar um atvinnuleit, réttindi þín á vinnumarkaði og hvernig þú getur stundað atvinnuleit í Svíþjóð á atvinnuleysisibótum frá heimalandinu.

Atvinnuleit í Svíþjóð

Í Svíþjóð geturðu leitað að vinnu hjá vinnumiðlunum um allt land. Á vefsíðu Arbetsförmedlingen geturðu skráð þig í atvinnuleit, lesið atvinnuauglýsingar og vistað ferilskrá.

Opinberar vinnumiðlanir í ESB/EES-löndunum eru með samstarfsnet sín á milli sem nefnist EURES. Á vefsíðu EURES geturðu fundið laus störf í allri Evrópu og ráðgjafa EURES. EURES-ráðgjafar geta svarað spurningum um vinnu í Svíþjóð og öðrum ESB/EES-löndum.

Réttindi þín á sænskum vinnumarkaði

  Mikilvægt er að þú þekkir réttindi þín á vinnumarkaði áður en þú hefur störf í Svíþjóð til þess að tryggja að starfskjörin séu í lagi. Þú getur leitað upplýsinga hjá stéttarfélaginu í þinni grein.

  Atvinnuleit í Svíþjóð á bótum frá heimalandinu

   Ef þú ert á atvinnuleysisbótum í norrænu ríki og hyggur á atvinnuleit í Svíþjóð geturðu fengið bætur í þrjá mánuði á meðan þú ert í atvinnuleit í Svíþjóð. Skilyrðið er að þú sért á atvinnuleysisbótum og uppfyllir hugsanlega fleiri skilyrði í landinu þar sem bæturnar eru greiddar út.

   Til þess að fá dagpeninga við atvinnuleit í Svíþjóð þarftu að vera með vottorð PD U2 (N-303 ef þú flyst frá Færeyjum eða Grænlandi) frá þeirri opinberu stofnun sem greiðir bæturnar.

   Við komuna til Svíþjóðar þarftu að skrá þig hjá vinnumiðlun. Sú stofnun í hinu landinu sem greiðir bæturnar heldur því áfram.

   Hafðu samband við þá stofnun sem greiðir út atvinnuleysisbæturnar tímanlega fyrir ráðgerða brottför til Svíþjóðar til þess að afla þér upplýsinga um sérstök skilyrði, tímafresti og hugsanlega bið eftir afgreiðslu málsins.

   Ef atvinnuleit í Svíþjóð ber ekki árangur

   Ef þú finnur enga vinnu í Svíþjóð áður en þrír mánuðir eru liðnir þarftu að snúa aftur til landsins þar sem þú ert atvinnuleysistryggð/ur og á bótum og skrá komu þína hjá atvinnuleysistryggingasjóðnum. Ef þú gerir það ekki missir þú rétt þinn til atvinnuleysisbóta.

   Ef starf finnst í Svíþjóð

   Ef þú finnur vinnu í Svíþjóð þarftu yfirleitt að vera atvinnuleysistryggð/ur þar í landi. Það þýðir að þú þarft að skrá þig í sænskan atvinnuleysistryggingasjóð. Þú þarft PD U1-vottorð til að flytja réttindi þín til atvinnuleysistryggingar frá einu landi til atvinnuleysistryggingasjóðs í Svíþjóð. Vottorðið fæst hjá atvinnuleysistryggingarsjóði eða viðkomandi yfirvöldum í því landi sem þú ert atvinnuleysistryggð/ur.

   Mikilvægt er þú skráir þig í sænskan atvinnuleysistryggingasjóð frá þeim degi sem þú hefur störf í Svíþjóð því það getur valdið vandræðum ef tryggingartímabilið rofnar.

   Samband við yfirvöld
   Spurning til Info Norden

   Ef þú ert með spurningu skaltu fylla út eyðublaðið hérna:

   ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

   Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
   Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna