Tilnefningar til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs 2019

10.05.19 | Fréttir
Award ceremony for Nordic Councils prizes 2019
Photographer
Johannes Jansson/norden.org
13 listamenn og hópar sem skapað hafa einstakar tónlistarupplifanir eru tilnefndir til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs 2019. Í hópi tilnefndra eru fiðluleikarar, söngvarar,kór- og hljómsveitarstjórar, tónlistarhópar og einn munnhörpukvartett. Verðlaununum er ætlað að vekja athygli á tónlistarsköpun og tónlistarflutningi sem telst hafa mikið listrænt gildi. Þau hafa verið veitt frá árinu 1965.

Tilnefningarnar voru kynntar af handhafa verðlaunanna 2017, finnska hljómsveitarstjóranum Susönnu Mälkki, við fjölmenna athöfn í tónlistarhúsinu í Helsinki. Tilkynnt verður um handhafa verðlaunanna 2019 á verðlaunahátíð Norðurlandaráðs í Stokkhólmi í haust. Dómnefndir skipaðar fulltrúum frá löndunum hafa tilnefnt listamenn og hópa til tónlistarverðlaunanna.

Danmörk

Færeyjar

Finnland

Grænland

Ísland

Noregur

Svíþjóð

Álandseyjar

Thirteen artists who have created unique pieces of music have been nominated for the 2019 Nordic Council Music Prize. 

More about the Nordic Council Music Prize: www.norden.org/musicprize

Verðlaunin veitt 29. október

Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs voru veitt í fyrsta sinn árið 1965. Þeim er ætlað að vekja athygli á tónlistarsköpun og tónlistarflutningi sem telst hafa mikið listrænt gildi. Verðlaunin eru til skiptis veitt annars vegar núlifandi tónskáldi og hins vegar tónlistarhópi eða -flytjanda.

Um tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs

Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs voru veitt í fyrsta sinn árið 1965. Þeim er ætlað að vekja athygli á tónlistarsköpun og tónlistarflutningi sem telst hafa mikið listrænt gildi. Verðlaunin eru til skiptis veitt annars vegar núlifandi tónskáldi og hins vegar tónlistarhópi eða -flytjanda.

Um verðlaun Norðurlandaráðs

Norðurlandaráð veitir fimm verðlaun á ári hverju: bókmenntaverðlaun, kvikmyndaverðlaun, tónlistarverðlaun, umhverfisverðlaun og barna- og ungmennabókmenntaverðlaun. Markmið verðlauna Norðurlandaráðs er að auka áhuga á norrænu menningarsamfélagi og samstarfi um umhverfismál, svo og að vekja athygli á verkefnum sem skarað hafa fram úr á sviði lista eða umhverfismála. Einnig er verðlaununum ætlað að vekja athygli á norrænu samstarfi.