Tilnefningar til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs 2019

10.05.19 | Fréttir
Award ceremony for Nordic Councils prizes 2019
Ljósmyndari
Johannes Jansson/norden.org
13 listamenn og hópar sem skapað hafa einstakar tónlistarupplifanir eru tilnefndir til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs 2019. Í hópi tilnefndra eru fiðluleikarar, söngvarar,kór- og hljómsveitarstjórar, tónlistarhópar og einn munnhörpukvartett. Verðlaununum er ætlað að vekja athygli á tónlistarsköpun og tónlistarflutningi sem telst hafa mikið listrænt gildi. Þau hafa verið veitt frá árinu 1965.

Tilnefningarnar voru kynntar af handhafa verðlaunanna 2017, finnska hljómsveitarstjóranum Susönnu Mälkki, við fjölmenna athöfn í tónlistarhúsinu í Helsinki. Tilkynnt verður um handhafa verðlaunanna 2019 á verðlaunahátíð Norðurlandaráðs í Stokkhólmi í haust. Dómnefndir skipaðar fulltrúum frá löndunum hafa tilnefnt listamenn og hópa til tónlistarverðlaunanna.

Danmörk

Færeyjar

Finnland

Grænland

Ísland

Noregur

Svíþjóð

Álandseyjar

Tilkynnt verður um handhafa tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs þann 29. október í tengslum við þing Norðurlandaráðs í Stokkhólmi. Verðlaunahafinn hlýtur verðlaunafé að upphæð 350 þúsund d.kr.

Verðlaunin veitt 29. október

Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs voru veitt í fyrsta sinn árið 1965. Þeim er ætlað að vekja athygli á tónlistarsköpun og tónlistarflutningi sem telst hafa mikið listrænt gildi. Verðlaunin eru til skiptis veitt annars vegar núlifandi tónskáldi og hins vegar tónlistarhópi eða -flytjanda.

Um tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs

Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs voru veitt í fyrsta sinn árið 1965. Þeim er ætlað að vekja athygli á tónlistarsköpun og tónlistarflutningi sem telst hafa mikið listrænt gildi. Verðlaunin eru til skiptis veitt annars vegar núlifandi tónskáldi og hins vegar tónlistarhópi eða -flytjanda.

Um verðlaun Norðurlandaráðs

Norðurlandaráð veitir fimm verðlaun á ári hverju: bókmenntaverðlaun, kvikmyndaverðlaun, tónlistarverðlaun, umhverfisverðlaun og barna- og ungmennabókmenntaverðlaun. Markmið verðlauna Norðurlandaráðs er að auka áhuga á norrænu menningarsamfélagi og samstarfi um umhverfismál, svo og að vekja athygli á verkefnum sem skarað hafa fram úr á sviði lista eða umhverfismála. Einnig er verðlaununum ætlað að vekja athygli á norrænu samstarfi.