Þessir listamenn geta unnið til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs 2021

08.06.21 | Fréttir
Nominerade Nordiska rådets musikpris 2021
Ljósmyndari
norden.org
13 listamenn og hópar sem skapað hafa einstakar tónlistarupplifanir hljóta tilnefningar til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs 2021. Í hópi hinna tilnefndu í ár eru meðal annars söngvarar, þjóðlagatónlistarkona, trompetleikari, píanóleikari, fjölhljóðfæraleikari og plötusnúðahópur. Verðlaununum er ætlað að vekja athygli á tónlistarsköpun og tónlistarflutningi sem telst hafa mikið listrænt gildi. Þau hafa verið veitt frá árinu 1965.

Tilnefningar ársins endurspegla breitt svið norrænnar tónlistar – allt frá óperu, sígildri tónlist og djassi til house- og popptónlistar. Hér eru alþjóðlegar stjörnur sem hafa átt þátt í að koma Norðurlöndum á heimskort tónlistarinnar; öflugar raddir, hljóðfærasnillingar, skapandi hæfileikafólk með mikla tónlistargáfu og gamalgrónir listamenn með áralangan feril að baki. Um öflugan hóp er að ræða og hafa nokkrir listamannanna verið tilnefndir til verðlaunanna áður.

 

Eftirtalið tónlistarfólk og tónlistarhópar hljóta tilnefningu:

Danmörk

Finnland

Færeyjar

Grænland

Ísland

Noregur

Svíþjóð

Álandseyjar

 

Dómnefndir skipaðar fulltrúum frá löndunum hafa tilnefnt listamenn og hópa til tónlistarverðlaunanna.

Verðlaunin veitt 2. nóvember

Handhafi tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs 2021 verður kynntur um leið og handhafar annarra verðlauna Norðurlandaráðs þann 2. nóvember í Kaupmannahöfn í tengslum við þing Norðurlandaráðs. Verðlaunahafinn hlýtur að launum verðlaunagripinn Norðurljós og 300 þúsund danskar krónur.

Um tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs

Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs voru veitt í fyrsta sinn árið 1965. Þeim er ætlað að vekja athygli á tónlistarsköpun og tónlistarflutningi sem telst hafa mikið listrænt gildi. Verðlaunin eru veitt núlifandi tónskáldi annað hvert ár og hitt árið – eins og í ár – eru þau veitt tónlistarhópi eða -flytjanda.

Um verðlaun Norðurlandaráðs

Norðurlandaráð veitir fimm verðlaun ár hvert: bókmenntaverðlaun, kvikmyndaverðlaun, tónlistarverðlaun, umhverfisverðlaun og barna- og unglingabókmenntaverðlaun. Markmiðið með verðlaunum Norðurlandaráðs er að vekja athygli á verkefnum sem skarað hafa fram úr á sviði lista eða umhverfismála og að auka áhuga á norrænu menningarsamfélagi og samstarfi um umhverfismál.

Mød de 13 nominerede til Nordisk Råds musikpris 2021. Mere information: www.norden.org/musikpris