Tilnefningar til verðlauna Norðurlandaráðs fyrir barna- og unglingabókmenntir 2018

Á alþjóðlegu bókamessunni í Bologna mánudaginn 26. mars 2018 kynnti dómnefndin eftirfarandi tólf verk sem tilnefnd eru til verðlauna Norðurlandaráðs fyrir barna- og unglingabókmenntir á árinu 2018:
Danmörk
Finnland
Færeyjar
Ísland
Noregur
Samíska málsvæðið
Svíþjóð
Álandseyjar
Verðlaunahafi tilkynntur 30. október
Nafn handhafa verðlauna Norðurlandaráðs fyrir barna- og unglingabókmenntir verður tilkynnt í Norsku óperunni þann 30. október 2018 þegar Norðurlandaráð þingar í Ósló. Tekur hann á móti verðlaununum sem nema 350 þúsund dönskum krónum.
Um barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs
Verðlaun Norðurlandaráðs fyrir barna- og unglingabókmenntir voru veitt í fyrsta sinn á þingi Norðurlandaráðs árið 2013 um leið og önnur verðlaun ráðsins. Verðlaunin eru afhent að ósk menningarráðherra Norðurlanda sem vilja efla og vekja athygli á barna- og unglingabókmenntum Norðurlanda.
Um verðlaun Norðurlandaráðs
Norðurlandaráð veitir á hverju ári fimm verðlaun en þau eru á sviði bókmennta, kvikmynda, tónlistar, umhverfismála og barna- og unglingabókmennta. Verðlaunum Norðurlandaráðs er ætlað að auka áhuga á norrænu menningarsamfélagi og samstarfi á sviði umhverfismála um leið og veita framúrskarandi árangri á sviði lista og umhverfismála viðurkenningu. Verðlaunin eiga að vekja athygli á norrænu samstarfi