Tilnefningar til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024

22.02.24 | Fréttir
Nordiska rådets litteraturpris 2024, nominerade
Ljósmyndari
norden.org
Þrettán skáldsögur, ljóðasöfn og frásagnir hafa hlotið tilnefningu til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024. Tilnefningarnar í ár endurspegla öflugt svið fagurbókmennta sem nær til Norðurlanda allra. Verðlaunin hafa verið veitt frá árinu 1962.

Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs eru veitt fyrir verk sem samið er á einu af norrænu tungumálunum og uppfyllir strangar kröfur um bókmenntalegt og listrænt gildi. Í sex áratugi hafa verðlaunaverkin endurspeglað samtíma sinn og rutt nýjar brautir í bókmenntum.

Það var dómnefnd skipuð fulltrúum frá löndunum sem tilnefndi verk til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024.

Tilnefningarnar eru eftirfarandi: 
 

Danmörk

Finnland

Færeyjar

Ísland

Noregur

Samíska málsvæðið

Svíþjóð

Álandseyjar

Verðlaunin verða afhent í Reykjavík

Handhafi bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 verður kynntur í haust (verður uppfært) á verðlaunaafhendingu í tengslum við þing Norðurlandaráðs í Reykjavík. Verðlaunahafinn hlýtur verðlaunagripinn Norðurljós auk verðlaunafjár sem nemur 300 þúsund dönskum krónum.

Um bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs

Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs hafa verið veitt síðan 1962 fyrir fagurbókmenntaverk sem samið er á einu af norrænu tungumálunum. Það getur verið skáldsaga, leikverk, ljóðabók, smásagna- eða ritgerðasafn sem uppfyllir strangar kröfur um bókmenntalegt og listrænt gildi.

Markmið hinna fimm verðlauna Norðurlandaráðs er að auka áhuga á norrænu menningarsamfélagi og samstarfi um umhverfismál, svo og að vekja athygli á verkefnum sem skarað hafa fram úr á sviði lista eða umhverfismála.