Flutt frá Álandseyjum

Kobba klintar
Ljósmyndari
Bent Blomqvist
Hér er að finna upplýsingar um hvað þarf að hafa í huga þegar flutt er frá Álandseyjum til Danmerkur, Færeyja, Grænlands, Íslands, Noregs, Svíþjóðar og Svalbarða. Einnig er vísað á minnislista fyrir þá sem hyggjast flytja til Svíþjóðar til að stunda þar nám.

Það er í mörg horn að líta þegar flutt er til annars lands. Til dæmis þarf að huga að endursendingu pósts og þegar flutt er frá Álandseyjum þarf að tilkynna FPA um það. Einnig þarf að huga að skattamálum því þú gætir áfram borið skattskyldu eftir að þú flytur frá Álandseyjum. Mundu einnig eftir því að skipta yfir í atvinnuleysistryggingasjóð og stéttarfélag í nýja landinu, loka bankareikningum, segja upp leigusamningi og skila húsnæði, fara yfir áskriftir og tryggingar, athuga hvaða tollareglur gilda við flutning og hafa meðferðis ýmis vottorð, skjöl og gild persónuskilríki.

Tilkynning um flutning frá Álandseyjum

Myndu senda tilkynningu um flutninginn til skráningardeildar svæðisskrifstofu Álandseyja.

Ef þú flytur til annars norræns lands gildir það sem fram kemur á vefsíðu svæðisskrifstofu Álandseyja um flutning innan Norðurlanda.

Ætlar þú að flytja frá Svíþjóð til Álandseyja?

Flestir sem flytja frá Álandseyjum flytja til Svíþjóðar og þess vegna eru gefnar upplýsingar um það helsta sem þarf að hafa í huga við flutning til Svíþjóðar á minnislistunum hér að neðan. Einnig má finna sérstakan minnislista með tíu atriðum sem þarf að hafa í huga þegar flutt er til Svíþjóðar vegna náms.

Ætlar þú að flytja frá Álandseyjum til annars norræns lands?

Ef þú ert ríkisborgari norræns lands þarftu hvorki á vegabréfsáritun né atvinnu- eða dvalarleyfi að halda til að búa og starfa innan Norðurlanda. Þú þarft þó að fylgja þeim reglum sem gilda meðal annars um skráningu í þjóðskrá í löndunum.

Nánari upplýsingar

Hafðu samband við yfirvöld

Ef þú hefur spurningar um tilkynningar um flutning frá Álandseyjum geturðu haft samband við skráningaryfirvöld á Álandseyjum hér

Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu skaltu fylla út eyðublaðið hérna:

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna