Leiðbeiningar flutt frá Álandseyjum

Kobba klintar
Ljósmyndari
Bent Blomqvist
Þetta eru leiðbeiningar um það sem þarf að hafa í huga fyrir vel heppnaða flutninga frá Álandseyjum til annars lands. Mismunandi reglur gilda um skráningu í þjóðskrá, almannatryggingar og skatta eftir því hvort flutt er tímabundið eða varanlega til Álandseyja.

Þegar flutt er frá Álandseyjum þarf að taka tillit til ýmissa hluta. Í þessum leiðbeiningum finnur þú meðal annars upplýsingar um flutningstilkynningar, skráningu í þjóðskrá, almannatryggingar, skatta, aðild að atvinnuleysistryggingasjóði og búslóðarflutninga.

Dvalarleyfi

Norrænir ríkisborgarar þurfa ekki að sækja dvalarleyfi í öðrum norrænum löndum.

ESB-borgarar hafa einnig rétt á að stunda nám, starfa eða búa á Norðurlöndum án þess að sækja um dvalarleyfi. Getir þú ekki framfleytt þér á eigin spýtur þarftu þó að sækja um dvalarleyfi til að fá leyfi til að búa í landinu sem þú flytur til.

Ef þú ert ríkisborgari þriðja ríkis þarftu að sækja um dvalarleyfi í landinu sem þú hyggst flytja til. Ef þú hefur dvalarleyfi í einu norrænu landi gildir það einnig í hinum norrænu löndunum. Hafðu því samband við útlendingastofnun viðkomandi lands og kynntu þér reglur um umsóknir um atvinnu- eða dvalarleyfi í því landi. Þú skalt einnig hafa samband við útlendingastofnun í landinu sem þú flytur frá til að fá upplýsingar um hvort þú getir átt hættu á að missa atvinnu- eða dvalarleyfi þitt í Finnlandi ef þú flytur frá Álandseyjum/Finnlandi eða byrjar að starfa í öðru landi.

Flutningstilkynning

Ef þú flytur tímabundið í meira en þrjá mánuði þarftu alltaf að tilkynna flutninginn til stofnun stafvæðingar og manntals (Myndigheten för digitalisering och befolkningsdata) og FPA. Að sjálfsögðu þarf einnig að tilkynna um varanlegan flutning.

Skráning í þjóðskrá

Samkvæmt samkomulagi Norðurlanda um skráningu í þjóðskrá þurfa íbúar á Norðurlöndum að vera skráðir í þjóðskrá í einu norrænu landanna. Það hvernig skráning í þjóðskrá fer fram ræðst af þeim reglum sem gilda hverju sinni í landinu sem flutt er til.

Þú átt að skrá þig í þjóðskrá í nýja landinu

  • ef þú flytur til Grænlands í meira en þrjá mánuði
  • ef þú flytur til Grænlands, Færeyja, Íslands eða Noregs í meira en sex mánuði
  • ef þú flytur til Svíþjóðar í meira en tólf mánuði.

Ef þú býrð í tveimur löndum samtímist þarftu að skrá þig í þjóðskrá í því landi sem þú dvelur meira í (minnst 183 daga á ári).

Nánari upplýsingar er að finna á síðunum um skráningu í þjóðskrá í viðkomandi landi.

Almannatryggingar

Þegar flutt er til útlanda þarf alltaf að tilkynna sérstaklega það til Tryggingastofnunar Finnlands (FPA).FPA tekur ákvörðun út frá þeim upplýsingum um hvort þú eigir áfram aðild að almannatryggingum í Finnlandi á meðan þú dvelur í öðru landi.

Nánari upplýsingar um það í hvaða landi þú átt aðild að almannatryggingum er að finna á síðunni „Almannatryggingar hvaða lands gilda um þig?“ og stuttum leiðbeiningum FPA um flutninga til útlanda.

Ef þú ert ólétt þarftu að kynna þér reglur um fæðingarorlof áður en þú flytur. Hafðu samband við FPA til að fá upplýsingar um hvað á við um þínar aðstæður og hvort þú getir nýtt þér fæðingarorlofið erlendis.

Ef þú ert með langvinnan sjúkdóm þarftu að hafa samband við lækni til að fá ávísun fyrir þeim lyfjum sem þú þarft fyrstu vikurnar í nýja landinu.

Skattar

Almenna reglan er að fólk greiðir skatt í því landi sem það starfar í eða aflar tekna frá. Ef þú býrð og starfar í mismunandi löndum gætu tekjur þínar einnig haft áhrif á skattlagningu þína í búsetulandinu. Tekjurnar skulu því gefnar upp til skatts bæði í búsetulandinu og vinnulandinu.

Nánari upplýsingar um skattlagningu má finna á norrænu skattagáttinni eTax og á upplýsingasíðum Info Norden um skattlagningu í mismunandi löndum.

Vinna, vottanir, stéttarfélög og atvinnuleysistryggingar

Ef þú flytur til útlanda til að starfa þar þarftu að athuga hvort þú þurfir að sækja um starfsleyfi eða aðra tegund leyfis í þeirri atvinnugrein sem þú munt starfa innan í nýja landinu. Mundu að það getur tekið langan tíma að sækja um vinnu, svo þú ættir að koma tímanlega.

Ef átt aðild að stéttarfélagi ættirðu að hafa samband við það áður en þú flytur til annars lands. Þau geta gefið þér gagnlegar upplýsingar og ráð um í hvaða stéttarfélag þú ættir að ganga í landinu sem þú flytur til. Alla jafna getur þú nýtt þér áunnin réttindi þín til atvinnuleysisbóta í öðru norrænu landi.

Ef þú hefur áður fallið undir atvinnuleysistryggingar í gegnum AMS og flytur erlendis til að starfa þar getur þú flutt atvinnuleysistryggingatímabil sem þú hefur áunnið þér í Finnlandi til nýja vinnulandsins. Lestu meira á síðu um atvinnuleysisbætur í Finnlandi:

Búslóð

Þegar flutt er frá Álandseyjum þarf að athuga hvaða tollareglur gilda í landinu sem flutt er til. Þú finnur upplýsingar um búslóðarflutninga til nýja landsins á tenglunum hér að neðan. Flutningar milli Álandseyja og Finnlands teljast sem flutningar innan Finnlands. Þá nægir að hafa lista yfir búslóð sem er framvísaður tollyfirvöldum eftir þörfum. Ef bíll er hluti af búslóðinni þarf að tollafgreiða hann.

Við flutninga innan ESB nægir að hafa lista yfir búslóð sem er framvísaður tollyfirvöldum eftir þörfum.

Þegar flutt er frá Álandseyjum til lands utan ESB (Noregs og Íslands ásamt Færeyjum og Grænlandi, sem eru svæði utan ESB) þarf að skila tollskýrslu um búslóðarflutning. Þú getur fyllt tollskýrsluna út í rafrænni þjónustu tollyfirvalda. Það sama á við um flutninga til svæðis innan ESB en utan skattasvæðis ESB (t.d. Kanaríeyja). 

Mikilvæg skjöl

Þú þarf að taka vottorð og skjöl frá skóla barna þinna eða annarra menntastofnana, fæðingarvottorð, bóluefnaskrá, meðmæli, prófskírteini og hjúskaparvottorð með þér til nýja landsins.

Bílar

Þegar flutt er til annars norræns lands með bíl eða öðru ökutæki þarf oft að skrá það í nýja landinu. Ef þú býrð eða dvelur tímabundið í landinu getur þú í vissum tilfellum notað ökutæki sem er skráð í öðru landi. Nánari upplýsingar um þetta eru hér:

Ökuskírteini

Ökuskírteini frá Álandseyjum gefur rétt til að aka þeim flokkum ökutækja koma fram á ökuskírteininu alls staðar á Norðurlöndum. Nánari upplýsingar um þetta eru á síðunum hér að neðan.

Húsnæði

Ef þú ert að leigja íbúð skaltu segja upp leigusamningnum. Þú finnur upplýsingar um uppsagnarfrestinn í leigusamningnum. Ef þú greiðir sjálf(ur) fyrir rafmagn, vatn og hita í íbúðinni skaltu segja upp þeim samningum til að eiga ekki hættu á að þurfa að greiða fyrir þetta eftir flutningana. Mundu einnig að segja upp sorphirðuþjónustu ef þú greiðir fyrir slíka þjónustu.

Einnig þarf að flytja eða segja upp annarri áskrift, til dæmis síma- og internetáskrift, líkamsrækt og áskrift að dagblöðum og tímaritum. Hafðu samband við bankann þinn til að loka bankareikningum, breyta heimilisfangi þínu eða leysa úr lánum. Sama á við um tryggingar þínar. 

Mundu að láta endursenda póst til nýja landsins.  Tilkynntu Åland Post um nýja heimilisfangið og að þú munir ekki lengur búa á núverandi heimilisfangi.

Gæludýr

Flest taka hundinn eða köttinn sinn með sér þegar þau flytja til útlanda, en taka þarf tillit til ýmissa hluta þegar flutt er með gæludýr frá einu norrænu landi til annars. Kynntu þér alltaf innflutningsreglur þess lands sem þú flytur til.

Gæludýrið verður alltaf að hafa gæludýravegabréf sem hægt er að kaupa hjá dýralækni. Hundar og kettir þurfa auk þess að vera bólusettir gegn hundaæði skráða í dýravegabréfið. Auk þess þurfa hundar og kettir að vera örflögumerktur.

Heimabyggðarréttur og kosningaréttur

Einstaklingur missir heimabyggðarrétt sinn ef hann hefur fasta búsetu utan Álandseyja í fimm ár eða ef hann missir finnskt ríkisfang sitt. Einstaklingar mega kjósa í lögþingskosningum og almennum kosningum áður en það gerist þrátt fyrir að búa erlendis. Nánari upplýsingar um kosningar og heimabyggðarrétt er að finna á eftirfarandi tenglum.

Leiðbeiningar um flutninga til Norðurlandanna

Ef þú ætlar að flytja til Svíþjóðar, Noregs, Danmerkur, Íslands, Færeyja, Grænlands eða Svalbarða getur þú nýtt þér eftirfarandi flutningsleiðbeiningar Info Norden:

Hafðu samband við yfirvöld

Ef þú hefur spurningar um tilkynningar um flutning frá Álandseyjum geturðu haft samband við skráningaryfirvöld á Álandseyjum hér

Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna